Færsluflokkur: Bloggar

Ég ítreka enn.

Í síðustu færslu minni kom ég inná aðferð til að bæta sjómönnum og fiskverkafólki tekjumissi vegna skerðingar á þorskkvóta. Ég birti hana hér aftur og vænti þess að gerðar verði athugasemdir við hana og hún fái að vaxa og verða að veruleika í einhverri mynd.

Nú er orðið ljóst að stjórnvöld telja að niðurskurður þorskheimilda bitni eingöngu á útgerðinni. Þá ályktun dreg ég af þeirri ákvörðun sem liggur fyrir að fella niður veiðigjald af þorskveiðum næstu tö ár. Ég hef áður bent á þá leið að sjómenn og fiskverkafólk fái felldar niður verðbætur á lánum sínum næstu tvö ár. Veiðigjaldið má skoða sem verðbætur á afnot af auðlindinni. Það virðist vefjast illilega fyrir þessari auðvaldssinnuðu ríkisstjórn að það er líka almenningur á Íslandi, ekki bara sægreifar og þotulið. Eini munurinn á verðbótum og veiðigjaldi er sá að veiðgjaldið er innheimt af ríkissjóði og rennur óskipt í hann en hluti verðbóta þ.e. verðtryggðra lána frá íbúðalánasjóði rennur til baka í sjóðinn sem er í eigu ríkisins en verðbætur bankalána renna í vasa vildarvina einkavinavæðingarsinna síðustu ríkisstjórnar og gleymum því ekki að þar fór framsóknarflokkurinn mikinn. Margt ef ekki flest fiskverkafólk og sjómenn skulda íbúðalán og á þeim forsendum væri þetta gott mótvægi fyrir þennan hóp. Veiðigjaldið má líta á sem verðbætur á lán til útgerðarinnar í formi aðgangs að auðlind sjávar þannig að þarna er um mjög sambærilegar mótvægisaðgerðir að ræða.

Ég skora á sjómenn og fiskverkafólk að krefjast niðurfellinga verðbóta á lánum næstu tvö árin.


Ítrekun.

Nú er orðið ljóst að stjórnvöld telja að niðurskurður þorskheimilda bitni eingöngu á útgerðinni. Þá ályktun dreg ég af þeirri ákvörðun sem liggur fyrir að fella niður veiðigjald af þorskveiðum næstu tö ár. Ég hef áður bent á þá leið að sjómenn og fiskverkafólk fengi ekki felldar niður verðbætur á lánum sínum næstu tvö ár. Veiðigjaldið má skoða sem verðbætur á afnot af auðlindinni. Það virðist vefjast illilega fyrir þessari auðvaldssinnuðu ríkisstjórn að það er líka almenningur á Íslandi, ekki bara sægreifar og þotulið. Eini munurinn á verðbótum og veiðigjaldi sá að veiðgjaldið er innheimt af ríkissjóði og rennur óskipt í hann en hluti verðbóta þ.e. verðtryggðra bankalána renna í vasa vildarvina einkavinavæðingarsinna síðustu ríkisstjórnar og gleymum því ekki að þar fór framsóknarflokkurinn mikinn. Veiðigjaldið má líta á sem verðbætur á lán til útgerðarinnar í formi aðgangs að auðlind sjávar þannig að þarna er um mjög sambærilegar mótvægisaðgerðir að ræða.

Ég skora á sjómenn og fiskverkafólk að krefjast niðurfellinga verðbóta á lánum næstu tvö árin.


Enn um Írak.

Enn syrtir í álinn fyrir hina viljugu meðreiðarsveina vopnaframleiðenda. Það er nefnilega komið á daginn að Saddam karlinn lýsti sig reiðubúinn að hverfa af vettvangi. Það var ekki hægt vegna þess að þá hefði orðið samdráttur og atvinnuleysi hjá stríðstólaframleiðendum. Þá hefðu þeir lygamerðir hjá CIA líklega orðið atvinnulausir líka.

Í staðinn er búið að murka lífið úr hundruðum þúsunda og það sem meira er, vopnaframleiðendur í Bandaríkjunum boðnir og búnir að selja Írökum enn meira af vopnum.

Hvaða kynslóð af hryðjuverkamönnum er Bandaríkjastjórn eiginlega að bjóðast til að styðja í þetta sinn og eftir hvað marga mánuði þarf svo að ráðast inn í Írak svo vopnaframleiðendur geti selt afurðir sínar.

Þetta er enn stutt dyggilega af íslenskum stjórnvöldum.


Sunnudagshugvekja.

Samkvæmt hádegisfréttum RUV eiga íslenskir rafmagnsgreiðendur von á glaðningi uppá 500.000.000.- fimmhundruð milljónir vegna klúðurs í græðgisæði þrælahaldaranna kringum Kárahnjúkavirkjun. Íslenskt mál geymir tæplega nógu sterk lýsingarorð yfir þessa skömm og niðurlægingu sem viðgengist hefur í kringum alla þessa framkvæmd. Ekki er nóg með að við þurfum að borga skatta innfluttra þræla uppi í Kárahnjúkum gegnum komandi rafmagnsreikninga, heldur bendir allt til þess að skaði ALCOA vegna tafa á afhendingu raforku frá þessum andapolli þarna uppfrá, kosti okkur í það minnsta 1.000.000.000.- einn milljarð í viðbót í formi hærra rafokuverðs. Ég vil benda á að hugsanlega er önnur leið út úr þessum ógöngum. Hún er sú að dýrtseldir eftirlaunaþegar hins opinbera, taki á sig þetta klúður og afsali sér svimandi háum eftirlaunum úr ríkissjóði. Þeim til hugarhægðar skal þeim bent á að það eru nokkrar lausar stöður hjá leikskólum Reykjavíkur en þar búa þeir langflestir.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband