Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Við hæfi.

Jæja þá er komið að því!

Á þessum tímamótum er við hæfi að óska lesendum sínum á þessum vettvangi, hæfilegs ófriðar en þó, gleðilegs nýárs. Gætum þess að ládeyðan nái ekki tökum á okkur því þá verður komandi ár bara leiðinlegt.

Ég ætla að gefa sjálfum mér áramótaheit. Ég ætla að léttast um 8.000 grömm á árinu sem senn byrjar. Ég er núna 80+.

Gleðilegt nýár öll og takk fyrir það sem er að líða.


Hátíð fer í hönd með ýmsu sniði.

Flest bendir til að við Íslendingar siglum inn í jólahátíðina á m/b Yfirdrætti RE eftir skuldafeni sem er mjög auðrötuð siglingaleið hér innanlands. Skelfileg afleiðing góðæris í gerfi himinhárrar skuldasöfnunar heimilanna í landinu í formi yfirdrátta hlýtur að enda með ósköpum. Ég velti mikið fyrir mér hvort þessi staða skapi þessa ofboðslegu góðærismælingu á okkur í samanburði við aðrar þjóðir.

http://www.blog.central.is/traveller

Ég bið þig lesandi góður að kíkja ofurlítið á þessa síðu hjá dóttur minni. Hugsaðu áður en þú hendir frá þér tækifærinu til að öðlast ofurlitla sálarró í svartasta skammdeginu. Ég er ekki í vafa að hægt er að fá ríflegan yfirdrátt á kostakjörum til að styrkja hin ýmsu svæði í heiminum sem standa höllum fæti. Mér þykir líklegt að hægt sé að höfða til samvisku lánadrottnanna og daganna sem í hönd fara, til að særa út annaðhvort greiðslufrest eða nýjan yfirdrátt í því skyni að koma til aðstoðar bágstöddum í einhverju landi sem standa skör neðar en við á yfirdráttarvelmegunarmæli alþjóðasamfélagsins.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband