Færsluflokkur: Íþróttir

Í tilefni dagskrár vikunnar.

Vikan sem er að líða hefur verið sérlega skemmtileg fyrir okkur sem tengjumst meistara Þórbergi. Eftir að hafa hlýtt á dagskrá helgaða 120 ára ártíð Þórbergs í Hátíðarsal Háskóla Íslands og síðan í Þórbergssetri á afmælisdegi meistarans er maður bara stoltur af því að bera þetta mikla, sterka nafn.

Hvað um það. Ágætu lesendur, helgina 5.-6. apríl, verður haldið bridgemót í Þórbergssetri. Þetta mót er haldið í minningu föður okkar systkinanna frá Hala Torfa Steinþórssonar sem hélt uppi merki bridgeíþróttarinnar og reyndar flestra tegunda íþrótta hér í héraðinu í áratugi. Meiningin er að spila sveitakeppni á laugardegi og tvímenning á sunnudegi. Allir sem áhuga hafa á bridge eru hjartanlega velkomnir. Við munum halda á lofti hefð sem faðir okkar kom á fyrr á árum. Að hans frumkvæði var tekinn upp sá siður hér í Suðursveit að eitt kvöld á vetri var efnt til hrossakjötsveislu "sem sýnir kannske best hvaða íþróttir honum hugnuðust", meðfram hefðbundnu bridgekvöldi. Þennan sið vöktum við upp síðastliðinn vetur með góðum árangri. Við vonumst þó til að bæta um betur að þessu sinni og fjölga þáttakendum frá því í fyrra.

Næg gisting er í boði með því fæði sem óskað er. Nóg pláss er fyrir fleiri spilaborð í Þórbergssetri.

Upplýsingar er hægt að fá í Þórbergssetri í síma 478-1078 eða hjá undirrituðum í síma 899-2409. 


Upphafið

Nauðsynlegt er að taka þátt í allri þjóðmálaumræðunni en hér virðist hún helst fara fram. Maður veltir fyrir sér hvort þingdagar sem í hönd fara, nægi blóðþyrstum bloggurum til haustsins. Kannske verður einhver nothæf uppákoma sem hægt verður að kjamsa á allavega fram að þjóðhátíð. Verður ekki að vona það besta.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband