Þegar þörfin er stærst!!!

Já þá er hjálpin, sem betur fer stundum skammt undan. Svo sannarlega bjargaði þetta uppátæki þeirra félaga kvöldinu. Þeir aukaleikarar í spaugstofunni stóðu sig hver öðrum betur. Svona leikdóma sér maður oft í héraðsfréttablöðum þegar tekist hefur að draga einhvern rollubóndann upp á svið og gera úr honum persónu í einhverju stórvirkinu. Mesta snilldin var þó, að þeir Óttar, Kári og Sigurður Líndal skyldu bara leika sjálfa sig í sínum daglegu hlutverkum. Ekki sýndist mér þeim leiðast þetta, allra síst Kára þegar hann skilgreindi heila og heilalausa. Förum ekki nánar útí það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband