Pirringur:

Skammdegi sígur að og komin jólafasta, sauðfjárbændur margir hverjir byrjaðir að fara með hrút í ærnar. Það kallast tilhleypingar í Suðursveit. Veðrið hefur verið rysjótt og því fylgja ýmsir kvillar svo sem eins og flensur sem lýsa sér í raddleysi sem kemur sér ákaflega illa fyrir söngfugla og ræðuskörunga, léleg akstursskilyrði á þjóðvegunumog ýmislegt sem maður lætur fara í taugarnar á sér í hversdagslegu amstri.

Eitt er þó sem hefur farið illilega í mínar þó svo þolinmóðu taugar að undanförnu. Það er þessi helvítis ómerkilegi andskotans límmiði sem hefur verið hengdur framan á forsíðu Morgunblaðsins að undanförnu. Þetta hefur valdið mér meiri vanlíðan en hálsbólga með tilheyrandi raddleysi og hóstakjöltum, sem líklega hefur valdið því að upptaka jólalaga hjá karlakórnum Jökli fóru gjörsamlega í súginn. Að framansögðu getið þið líklega ímyndað ykkur hvað helvítis límmiðinn gerir mér gramt í geði. Ef ég reyni að losa hann, ríf ég venjulega forsíðuna í tvennt, sem þar af leiðandi gerir það að verkum að hún er ólæsileg, eða hver nennir að lesa forsíðufréttir í tveimur pörtum. Ekki ég.

Ég fer ekki fram á mikið. Þið þarna í Reykjavík. Viljiði vinsamlegast halda þessum helvítis límmiðum innan borgarmarkanna. Þeir eiga ekkert erindi til okkar, allavega ekki hingað austur í Suðursveit.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll gamli

Tek undir með þér að þetta eru hvimleiðir sneplar, sem ekki eiga erindi út um land. Líklega eru þetta mótvægisaðgerðir Morgunblaðsins, að bjóða okkur -tveir fyrir einn- í bíó við Faxaflóann. Ég hef hinsvegar ekki upplifað ámóta líkamleg viðbröðgð og þú við þessum sendingum. Ertu nokkuð að troða þessum miðum upp í þig? Heilsist þér...

Ó.S.

Ólafur I. Sigurgeirsson (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 10:22

2 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Sæll og blessaður Þórbergur minn. Þú þarft sko aldeilis ekki að hafa áhyggjur af Mogganum, þú veist eins vel og ég, að það er mest allt lygi, sem þar stendur.  Baráttukveðja.

Þorkell Sigurjónsson, 6.12.2007 kl. 14:02

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er nú svo lukkuleg að vera hætt að kaupa moggann og líður bara vel.

Ásdís Sigurðardóttir, 6.12.2007 kl. 14:34

4 Smámynd: Þórbergur Torfason

Já sæll Óli minn og mange tak for sidst. Ef þeir sendu nú flugmiða með eða bensínkort eða eitthvað sem við gætum notfært okkur til að mæta í bíó eða hvað það nú er sem er verið að bjóða. Ég les aldrei utan á þetta helvíti, verð bara foxillur og svipti forsíðunni í tvennt. Hvernig er mannlíf í Hjaltadal í skammdeginu?

Já sæll Keli. Það er lyginni líkast hvað boðið er upp á í formi ruslpósts. Heldurðu að þetta sé allt lygi líka. Er bara verið að draga mann, sveitavarginn á asnaeyrunum?

Ásdís hvern andskotann á maður þá að lesa á dollunni?

Þórbergur Torfason, 6.12.2007 kl. 19:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband