Réttum af kúrsinn.

Við skulum taka rétta stefnu strax í upphafi. Við getum ekki horft uppá að ellilífeyrisþegar og öryrkjar séu látnir taka þátt í að halda uppí storminn. Við sem höfum afl og getu verðum að taka að okkur að halda um stýrið.

Við verðum að taka á okkur auknar álögur í formi tekjuskatts umfram allt. Það er betra að byrja strax og geta þá frekar slakað á fyrr ef stætt verður heldur en að draga þennan óskapnað yfir þá sem síst skyldi þ.e. aldraða og öryrkja. Förum með hátekjuskattinn niður í 450.000.-

Svo verðum við bara að vona að íhaldið og framsókn lognist endanlega útaf eins og allt bendir til.


mbl.is Stöðugleikasáttmála ógnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki allt í lagi?? 450 þús? Hvernig ætlastu til að fólkið í landinu taki því? Get alveg lofað þér því að fólk hættir að vinna, fer á atvinnuleysisbætur og að vinna svart!! Verður ekki þess virði að vinna þegar allt er tekið í skatta! Spurning um að hugsa dæmið til enda!

Sara (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 20:10

2 identicon

Alveg innilega samála að fara með hátekjuskattin niður í 450.000-, fólk hefur ekkert við meira að gera. Ég væri mjög sáttur ef heildarlaun okkar hjóna næði samanlagt 450.000- á mánuði. Og ég vil taka fram að við lifum allveg þokkalega af launum sem eru innan vel innan við 450.000- á mánuði.

Gísli Einars. (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 20:33

3 identicon

hvernig ætlarðu Hannesi Smárassyni og samlöndum að lifa ef þeir þurfa nú að fara að borga skatta svona almennt,það dugði honum ekker minna en 50mills í bíóferðir og snakk 2006..

zappa (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 22:40

4 Smámynd: Þórbergur Torfason

Sara. Ég er ekki að tala um að allar tekjur upp að 450þús. verði skattlagðar í hátekjuskatt, heldur bara sá hluti sem er yfir 450þús.

Það virðist vera einhver alvarlegur reikningsfeill í mörgum Íslendingum þegar kemur að þessu.

Þegar talað er um hátekjuskatt yfir einhverjum ákveðnum mörkum, er átt við að  skattleggja aukalega einungis þá upphæð sem er yfir þeim mörkum.

Þórbergur Torfason, 24.6.2009 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband