Tæpir 2.400 metrar

Í flestu eigum við met Austur-Skaftfellingar. Með þessu bætum við enn um betur og aukum fjarlægðina frá himnaríki til þess neðsta.

Hvað væri ef Framsóknarflokkurinn hefði ekki tekið upp á því að mæla Hnjúkinn niður á sínum tíma. Dæmalaust athæfi að velja ágústmánuð til að taka hæðarpunktinn. Þá værum við að tala um rúma 2.400 metra sem er mikið skemmtilegri tala en svona hefur nú blessaður framsóknarflokkurinn komið fram við okkur sí og æ. Hvað verður það næst?


mbl.is Jökulsárlón tekið við sem dýpsta vatn Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Heiðar Eiríksson

Já hel.... framsóknarflokkurinn það er líka honum að kenna að við búum ekki í torfkofum og ferðumst um á hestum á milli staða.  Hvað þá með rafmagnið, símann og þjóðvegakerfið, jarðgöngin og fleira og fleira.  Allt er þetta helv.... framsóknarflokknum að kenna ekki satt ????

Hilmar Heiðar Eiríksson, 1.7.2009 kl. 13:47

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég er nokkuð klár á að þeir stefna á Þingvallavatn næst.....

Hrönn Sigurðardóttir, 2.7.2009 kl. 01:14

3 Smámynd: Ingimundur Bergmann

Ekki minnsti vafi að ef framsókn getur, þá.....

M.a.o. þið Austur-Skaftfellingar getið verið stoltir: Náttúran, fólkið og sagan. Skoðaði Þórbergssetur í dag og sá stórkostlega sýningu, ákvað að koma aftur síðar og dvelja lengur í það sinn. Til lukku með frábært framtak! B.k.

Ingimundur Bergmann, 2.7.2009 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband