Færsluflokkur: Tónlist

Gleðifrétt.

Ég sé að á mbl.is er ákaflega gleðileg frétt.

Einn af allra fremstu söngfuglum seinni ára er að snúa í sviðsljósið eftir mörg, mögur og örugglega erfið ár.

Whitney Houston er komin í hljóðver. Ég hlakka mikið til að heyra í þessum snillingi á ný.


Umtalaðasta bók mánaðarins.

Áðan var til umræðu í Silfri Egils, þessi umtalaðasta bók mánaðarins þar sem margir fá hreistur á sporðinn yfir litarhætti söguhetjanna. Ég verð að segja alveg eins og er að ég er sammála henni Kolbrúnu Bergþórsdóttur. Þessi saga er alveg fullboðleg á hvaða tíma sem er. Það er mjög þröng túlkun að allar söguhetjurnar hafi forlórast þó þeir hafi misst af lestinni. Ef við fengjum hagspekingana sem eru titlaðir prófessorar hjá Háskóla Íslands og hafa eytt sínum síðustu kröftum í að finna það út að annað hvort er vaxtamunur á Íslandi 13,5% eða 1,9% og létum þá leggja hagspekilegt mat á afdrif þessara söguhetja, gætum við búist við að þeir finni einhverja þeirra í opinberum stöðum hér og þar um heiminn. Þar sem alllangt er síðan þessir atburðir gerðust, gætu þeir hæglega komist að því að einn þessara kumpána væri forfaðir einhvers krullukolls í áhrifastöðu hérlendis. Svona geta nú tengslanetin legið.

Annars vorum við Halanegrar alltaf frekar viðkvæmir fyrir þessum ósmekklegheitum. Við fengum ósjaldan augnagotur þegar við vorum látin syngja þetta við hin ýmsu tækifæri. Svo langt gekk þetta fram, að einn okkar er alveg vitalaglaus eftir.


Upphafið

Nauðsynlegt er að taka þátt í allri þjóðmálaumræðunni en hér virðist hún helst fara fram. Maður veltir fyrir sér hvort þingdagar sem í hönd fara, nægi blóðþyrstum bloggurum til haustsins. Kannske verður einhver nothæf uppákoma sem hægt verður að kjamsa á allavega fram að þjóðhátíð. Verður ekki að vona það besta.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband