Njála.

Í gær og í dag var haldið málþing um rithöfundinn Torfhildi Þorsteinsdóttur Hólm í Þórbergssetri. Torfhildur var dóttir séra Þorsteins Einarssonar prests á Kálfafellsstað í Suðursveit sem þjónaði þar á seinni hluta 19. aldar. Torfhildur var fyrst kvenrithöfunda að gera skriftir bóka og útgáfu að atvinnu sinni. Margir skemmtilegir fyrirlestrar voru þarna fluttir og fjörugar fyrirspurnir og umræður spunnust á milli.

Á málþinginu var upplýst um það að nýr höfundur Njálu væri fundinn. Ekki var getið nafns en að þarna væri um konu að ræða.

Mikið er gott að hreinsa höfuðið og andann af þeirri pólitísku óværu sem riðið hefur öllum fjölmiðlum undanfagra sólarhringa og hlusta á marga helstu postula menningarelítunnar tjá hug sinn um ritverk og persónuna Torfhildi Þorsteinsdóttur Hólm.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

Er konan úr Skaftafellssýslu? Njálufræðingar hafa verið að reyna að finna út hvaðan höfundur Njálu hafi verið til að þrengja hringinn. Viðkomandi var vel að sér um landslag á Þingvöllum og einnig í Skaftafellssýslu. Einhverjar staðarvillur hafa fundist í Rangárvallarsýslu.  

Sigurpáll Ingibergsson, 14.10.2007 kl. 23:14

2 Smámynd: Þórbergur Torfason

Sæll Sigurpáll. Þessi niðurstaða er ekki undan mínum rótum runnin, Fjölnir bróðir staðhæfir þetta. Ég spurði hann strax eftir fyrirlesturinn, hvort hann vissi til þess að einhverjar systur hefðu búið, önnur í Svínafelli í Öræfum, hin á Suðurlandi. Þarna hefðir þú átt að vera. Eins og þú þekkir koma upp mögnuð augnablik á samkomum sem þessum og þarna komu upp nokkur slík.

Thanks for your comment.

Þórbergur Torfason, 15.10.2007 kl. 00:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband