Gult eða rautt á skjánum.

Ég er að reyna að horfa á einhverja ameríska bíómynd með öðru auganu. Ég sé að sjónvarpsmerkið er gult sem þýðir að myndin er ekki ætluð mjög ungum. Þó er ég búinn að sjá, allavega tvö morð og eina alvarlega líkamsárás. Mér er með öllu óskiljanlegt hvernig uppeldi þeir dómarar hlutu sem meta áhorfshæfi bíómynda sem sýndar eru í ríkissjónvarpinu. Þeim finnst allt í lagi að allt niður í 12 ára krakkar horfi á morð, rán og misþyrmingar. En ef sést í konubrjóst, ég tala nú ekki um ef sést í bæði á sömu konunni, er umsvifalaust komið eldrautt merki á skjáinn. Ég segi bara enn og aftur, hverskonar uppeldi hlaut þetta fólk sem tekur sér það vald að meta sjónvarpsefni oní landann? Hvort haldið þið lesendur góðir, að hæfi ykkur betur að læra að drepa nógu marga á nógu stuttum tíma, eða að fá að horfa á falleg ástaratlot, jafnvel samfarir, (ef hugarflugið fær að njóta sín) í sjónvarpi alra landsmanna. Hvort finnst ykkur lesendur góðir, skemmtilegra að horfa á og vita af unglingum horfa á, morð, líkamsmeiðingar, rán, nauðganir eða annarskonar misþyrmingar. Eða fallega, sakleysislega ástarsenu í sjónvarpinu?

Ég bara spyr?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Myndi velja ástarsenuna,en er ekki viss að unglingurinn yrði hrifinn af skiptunum eins og tíðarandinn er í dag.

Ari Guðmar Hallgrímsson, 11.11.2007 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband