Staðsetning gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs.

Ég var upplýstur um það í gær að staðsetning gestastofu yrði á svokallaðri Stekkakeldu sem er rétt innan við byggðina á Höfn. Ég veit ekki nákvæma staðsetningu en er ofurlítið hugsi yfir því hvort þarna sé ekki viðkvæm náttúra sem vert sé að láta í friði. Mér sýnist svosem eins og eitt sæmilega stórt hús rúmast ágætlega inni í bænum. Ef ég skil rétt, á þetta að vera vinnustaður og ég skil ekki alveg hugsunina bak við það að tylla þessu vel utan við bæinn svo enginn starfsmaður geti gengið í vinnuna og varla hjólað, miðað við hvað fáir hér nota reiðhjólið í og úr vinnu við núverandi aðstæður. Þessi ákvörðun samræmist enganveginn hugsuninni um þjóðgarða, náttúruvernd eða umhverfisvernd yfirleitt. Þessa ákvörðun hlýtur að þurfa að endurskoða rækilega. Að mínum dómi á gestastofa hvergi betur heima en innan gamla þjóðgarðsins sem við öll þekkjum, í eða við Skaftafell.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Allt hárétt hjá þér Bergur.Þið Suðursveitungar eigið að sjálfsögðu líka að hafa eitthvað með það að segja, hvernig staðið verður að Vatnajökulsþjóðgarði, þar sem aðgengið að Jöklinum er mest í Suðursveit og eins í Öræfunum.Það eru að sjálfsögðu landeigendur, sem umhverfisstofnun verður að semja við, hvort sem þeir  eru í Suðursveit, Lóni, Nesjum eða Öræfum.Kanski hafa Landeigendur sem koma að Vatnajökulsþjóðgarði ekki gert sér fyllilega grein fyrir því að það verður enginn þjóðgarður nema samið sé við þá.Þeir þyrftu að hafa með sér samstarf.

Sigurgeir Jónsson, 15.11.2007 kl. 13:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband