Seint í rassinn gripið.

Skelfilega getur fólk lagst lágt. Þvílík hörmung að verða vitni að öðru eins. Sérkennilegt að þessir snillingar skuli allt í einu kortéri fyrir kosningar þykjast átta sig á því að þau eru bara venjulegir sauðir með allt niðrum sig hvert og eitt þeirra. Maður heldur í vonina að þessi stóri skellur sem Sjálfstæðisflokkurinn veitti þjóðinni með Davíð Oddsson í aðalhlutverki allan tíman verði ekki alveg grafinn og gleymdur þann 25. apríl næstkomandi. Hlutskipti Sjálfstæðisflokksins ætti að vera útlegð. Auðvitað á Sjálfstæðisflokkurinn að draga sig í hlé frá stjórnmálum. Hann á að hverfa í nokkur ár meðan núverandi alþingismenn hans og lykilstjórnendur eldast og grána og hverfa úr starfi.
mbl.is Baðst afsökunar á mistökum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég er mest hrædd um að þessir nýju flokkar, sem eðli málsins samkvæmt koma til með að verða litlir, dragi að sér atkvæði fólks og sjálfstæðisflokkurinn og framsókn standi uppi með pálmann í höndunum.

Fólk er svo fljótt að gleyma!! Einfaldast væri að banna fólki að kjósa sjálfstæðisflokkin og framsókn, jafnvel samfylkinguna líka.....

Hrönn Sigurðardóttir, 3.3.2009 kl. 09:46

2 Smámynd: Þórbergur Torfason

Sæl Hrönn. Ég er ekki mjög hræddur við þessa nýju flokka. Að sumu leyti geta þeir verið góðir t.d. Bjarni Harðar. Það gæti verið góð hvíld frá gömlu framsókn meðan sú nýja er skotin í kaf.

Annars held ég að ekki þurfi að banna þessa gömlu ræningja. Þeir hafa sjálfir dæmt sig úr leik.

Þórbergur Torfason, 3.3.2009 kl. 10:08

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Vitaskuld er gott að fá nýja flokka inn - það þyrfti bara að banna hina. Hvernig litist þér á að ég gerðist einræðisherra? 

Ég er með svo margt á hreinu sem þyrfti að banna

Hrönn Sigurðardóttir, 3.3.2009 kl. 10:42

4 Smámynd: Þórbergur Torfason

Ég get ekki sagt að ég sé mikið fyrir boð og bönn. Mér finnst hins vegar ekki gott til afspurnar ef gömlu hræsnararnir geta sveipað sig nýjum klæðum og sagst vera allt aðrir en þeir eru. Það lýsir of vel einfeldningshætti okkar sem eigum eftir að velja okkur forsvarsmenn til næstu 4. ára.

Ég á við það að ný andlit í boði gömlu klíkanna birtast, bölsyngja vinnubrögð flokksbræðra sinna í gær, fyrradag og nokkra daga þar á undan í þeirri von að við munum ekki lengra aftur í tímann. allir segja "halelúja" og kyssa á vöndinn sem síðan á eftir að flengja okkur duglegar en nokkru sinni fyrr.

Þórbergur Torfason, 3.3.2009 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband