Heppileg tenging.

Ástæðan fyrir því að ég tengi mig við þessa aumu upphrópun er ekki sú að ég ætli á nokkurn hátt að fjalla um hana. Heldur er ástæðan sú að mér sýnist nauðsynlegt að gerast taglhnýtingur ef á að fá athygli. Ekki taglhnýtingur stuttbuxnastráka með allt á hælunum, heldur bara semsagt þetta sem boðið er uppá "blogga um frétt".

Samt vil ég byrja á því að segja að hvort sem 1 eða 1,5 milljarður er notaður í stjórnlagaþing mega Íslendingar ekki gleyma að þessi náungi sem myndin er af, lofsöng það mánuðum og árum saman að eyða samsvarandi upphæð í brölt um að komast í ÖRYGGISRÁÐIÐ hið eina sanna án þess að geta á nokkurn hátt gert grein fyrir kostnaði. Dæmigerður málflutningur vitstola manns sem er að hverfa af sjónarsviðinu.

Nei nei ástæðan fyrir því að ég kúplaði inn og fór á hæga ferð áfram var sú að ég var að fletta Mogga föstudagsins. Á fyrstu innsíðu er frétt um skoðanakönnun þar sem kemur fram að Sjálfstæðisflokkurinn sé stærstur. Einhverntíman hefði þessi frétt prýtt forsíðu þessa blaðs en sökum þess hve munurinn er lítill er kosið að fela vandamálið. Það er nefnilega vandamálið sem hefur verið svo erfitt að leysa undanfarin ár. Það er vandamálið með Sjálfstæðisflokkinn. Engum dylst hvernig stjórntökin hafa verið í brælunni síðustu ár. Ég verð að skreyta mál mitt með ofurlitlu sjómannamáli. Ekki það að ég sé sjómaður heldur frekar vegna þess hve málskrúð lýsenda vandans hafa verið fáfengileg. "Brim og boðar".

Svo virðist sem álitsgjafar séu sammála um að hækka þurfi skatta. Það má hækka skatta á ýmsan hátt en sé verið að tala um beina hækkun tekjuskatts, verður það alltaf mismunun nema skattareglum verði breytt mikið.

Á bls. 14 kemur svo það bitastæðasta í pínulítilli smáklausu. Það er um niðurfellingu eftirlaunalaga æðstu embættismanna ríkisins. Þetta ætti auðvitað að vera feitletruð forsíðufrétt. Ég vona að nýir eigendur þessa blaðs breyti áherslum frétta á þann veg að góðu fréttirnar prýði forsíður jafnt sem slæmu fréttirnar.

Á bls. 23 er grein sem Sigurður Kári Kristjánsson ein helsta vonarstjarna frjálshyggjunnar ritar. Ég nenni ekki einu sinni að lesa hana.

Það skondnasta er á baksíðunni. ÞAr er mynd af sjálfum Bruce Willis tekin í slippnum í Reykjavík. ÞAr segir, "hlýða kalli Kristjáns". Sem sagt til í slaginn Bruce.


mbl.is Stjórnlagaþing fyrir 1,5 milljarða?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég átti nú eftir að lesa þetta blað..... :Þ

Hrönn Sigurðardóttir, 7.3.2009 kl. 22:05

2 Smámynd: Þórbergur Torfason

Sæll Ágúst og takk fyrir góðar óskir.

Ég viðurkenni það að ég hefði umhugsunarlaust þegið 3. sætið en svona eru reglurnar. Ég fór alveg óundirbúinn í þtta og gerði alls engar ráðstafanir. Atkvæðin sem ég fékk voru nákvæmlega jafnmörg og þeir flokksbundnu sem ég hitti á þessum dögum svo ekki get ég kvartað.

Á hverjum tíma verða þeir sem veljast til forystu bara að standa sig. Ég bind vonir við það í Reykjavík og geri ekki ágreining um þessa niðurstöðu eins og þú getur lesið í næstu færslu.

En spennandi tímar fara í hönd Ágúst. Ekki skemmtilegir eins og varaformaður Sjálfstæðisflokksins missti út úr sér. Þetta verður ákaflega erfiður slagur og við verðum bara að standa vaktina og kveða niður þetta "af því bara" sjónarmið í þjóðfélaginu. Ég gleðst yfir að sjá hvað unga fólkið gefur baráttunni mikinn gaum. Það er gleðiefni að vita næstu kynslóð hugsa til framtíðar í pólitíkinni.

Þórbergur Torfason, 8.3.2009 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband