Fargjaldagreiðslur.

Í mars í fyrra héldu formenn stjórnarflokkanna líka í sérstaka ferð til Danmerkur og Bandaríkjanna til að verja íslensku bankanna og sannfæra efasemdamenn um styrk þeirra. Jóhanna segir að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Geir H. Haarde verði sjálf að svara fyrir ábyrgðina á þeirri ferð, þau hafi tekið ákvörðun um að gera þetta með þessum hætti.

 Maður hlýtur að álykta sem svo að þarna sé um mútur að ræða frá íslensku fjármálastofnunum. Það er orðið mjög margt sem bendir til þess að íslenskir banka og fjármálamenn hafi verið orðnir svo spilasjúkir að þeir hafi blindir, lagt allt að veði til að geta haldið áfram að renna seðlunum í rifuna á spilakassanum.

Hvernig dettur fávísum íslenskum pólitíkusum í hug að ætla að reyna að sannfæra fjármaálaheiminn um eitthvað sem hann hefur ályktað sem hættuástand eða jafnvel eitthvað enn alvarlegra. Þar er varla neitt annað á ferðinni en svæsnustu mútur.


mbl.is Sögðu eitt - gerðu allt annað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband