Vonandi frystir einhverntíman í vetur Jóhanna.

Svo sannarlega vona ég að einhverntíman frysti á þessum vetri annað væri mjög óeðlilegt. Höfum við Íslendingar ekki upplifað nóg af "óvenjum" upp á síðkastið? Jóhanna og ef til vill Steingrímur líka, syrgja það að við skulum ekki geta skuldsett okkur enn meir en komið er. Er ekki komið andskotans nóg af fíflagangi í bráðina? Mér sýnist okkur nægja sú skuldsetning sem búið er að hella yfir þessa þjóð, allavega í bili.

Ennþá er verið að bögglast við að koma bankaóreiðunni í skil. Það hlýtur öllum að vera það ljóst að skynsamlegast hefði verið að láta gömlu bankana fara í gjaldþrotameðferð. Það sem er búið að vera að gera er einfaldlega að leita, leita og leita að enn frekari skuldum fyrir okkur að greiða.

Hvað gerist þegar fyrirtæki sem rekið er á eigin kennitölu fer í þrot og er þar með tekið til gjaldþrotaskipta? Venjan er að leitað er eftir hvað er til skiptanna innan þrotabúsins. Því er síðan skipt eftir einhverjum fyrirfram ákveðnum leikreglum. Hvers vegna var þetta ekki gert með þessa svokölluðu einkabanka? Til hvers var verið að einkavæða þá? Er von á því að skólar sem eru einkareknir endi oní vasa mínum í leit að ló eða aurum til a soga þaðan uppúr þegar rekstraraðilinn er búinn að spila rassinn úr buxunum?

Aldrei, aldrei hefði mér dottið í hug að ég þyrfti að standi frammi fyrir því a reka mörg þrotabú í einu, þrotabú sem hefðu verið í einkarekstri.

Er verið að fara þessa leið vegna þess að þeir sem fengu reksturinn í sínar hendur hafa aldrei greitt einn einast eyri fyrir þessi fyrirtæki og er þá litið svo á að þetta sé allt á ábyrgð mína vegna þess að fífl og fábjánar léku lausum hala hér síðustu 20 árin í stjórnsýslunni?

Hvaða andskotan vinnubrögð eru hér viðhöfð? Er það mér að kenna að spilafíkill hafði rangt við? Þessi náungi er ekkertt skyldur eða tengdur mér. Ég bara neita að taka  nokkra ábyrgð á honum eða þeim. Ég hef aldrei þekkt þessa menn, ég hef aldrei gengið í ábyrgð fyrir þessa menn, ég var ekki einu sinni spurður hvort ég vildi ábyrgjast gerðir þessara sjúklinga.

Þeir sem spiluðu við borðið með þessu glæpahyski geta tekið ábyrgð á þeim það ætla ég mér ekki að gera.

Ég afþakka gott boð. Ég er hins vegar algerlega tilbúinn að mæta með keyrið og húðstrýkja þessa fáráðlinga sem enn eru í afneitun þangað til þeir biðjast vægðar og lofa að koma með nokkra hjólbörufarma af seðlum til að lagfæra slagsíðuna á fyrirtækjunum sem þeim voru rétt upp í hendurnar fyrir ekki neitt.

Það er ekki hægt að segja annað en "vei ykkur Sjálfstæðis og Framsóknarhálfmenni".


mbl.is Frostavetur falli Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband