Eðlilegt sjónarmið í ljósi þess embættis sem maðurinn situr í.

Fyrir okkur getur varla talist eðlilegt að sitja og bíða eftir ákvörðun nýlendukúgara hver kvöldskatturinn á að vera. Mér sýnist vera nóg fyrir þjóðina að bíða niðurstaðna Hafrannsóknarstofnunarinnar hvað mikið sé ráðlegt að veiða af hinum og eða öðrum tegundum innan lögsögunnar. Að sama skapi heyrist manni það nóg fyrir okkur að þurfa að hlíta úr okkar stjórnsýslu hvað við eigum að éta mikið sauðakét á ári eða þamba mikla kúamjólk. Þó við þurfum nú ekki að láta vigta þetta oní okkur á landamærum Belgíu og Hollands.
mbl.is Betur sett utan ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hrímuð sjónarmið Jóns hins áhyggjufulla og annarra Heimssýnarsinna (þvílíkt öfugmæli) koma ekki á óvart, en hver var það sem sagði á sínum tíma eitthvað á þá leið: Að hann sæi ekki mikinn mun á hvort það væri íslenskur þjófur eða danskur sem af honum stæli.

Bestu kveðjur í Suðursveit, ók framhjá þér um þarsíðustu helgi og svaf af mér Setrið, biðst forláts, reyni að vera vakandi næst!

Ingimundur Bergmann (IP-tala skráð) 8.12.2009 kl. 17:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband