Frelsi til ásta:

Helvíti fer nú að verða gaman að lifa hugsaði ég með mér þegar ég sá allar hendur á lofti á kirkjuþingi eða einhverri prestaráðstefnu sem stendur yfir um þessar mundir. Nú eru enn fleiri jafnir fyrir guðs erindrekum en í gær því nú mega prestar blessa allan sinn söfnuð hvort sem hann er þannegin eða hinsegin. Ég velti fyrir mér hvort ég fengi blessun ef ég mætti til altaris með lesbíu eða homma mér við hlið. Það gleymdist nefnilega alveg að geta þess, hvort gagnsamkynhneigð eða samgagnkynhneigð væri þóknanleg. Getur verið að orðið tvíkynhneigð nái yfir mína óra? Ég bara spyr. Ég er frekar illa að mér um kynhneigð vegna þess að ég er úr sveit og þar hjakka t.d. beljur á beljum þegar þær eru yxna, gleðjast samt óstjórnlega þegar þær sjá naut. (Ekki töskutudda). Sama er að segja með nautin. Þau eru höfð saman í stíu og gera sko dodo alveg eins og ekkert sé. Úff einn metri þar. Horfandi á hryssur í haga. Þær berjast eins og smástrákar í Cowboyleik þegar þær eru í látum. þetta er náttúran í sinni heilbrigðustu mynd, ekki einhver óaðgengileg helgislepja um að allir skuli ?????? Ég bind miklar vonir við að, ef ég mæti með lesbíu eða homma. þó ég sé hvorugt, eða jafnvel bæði í einu, að ég fái hlotið blessun einhvers hempu eða skikkjuklædds til þess kjörins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband