"Silfrið" dæmalausir sleggjudómar.

Ég hlustaði á Guðmund Ólafsson og Sigurð G. í Silfri Egils á sunnudaginn. Þar féllu sleggjudómar á báða bóga, frá þáttastjórnanda og gestum. Einu hjó ég eftir hjá Guðmundi þessum annars skarpa manni sem ekki verður oft fótaskortur á rökvísinni. Að þessu sinni fór hann illilega yfir strikið og það verður honum ekki fyrirgefið alveg í bráð. Þar sagði hann eitthvað á þá leið að ákveðnir aðilar væru að verja steindauða náttúru landsins. Þó að Guðmundi sé mikið í mun að koma rammfölskum, sviknum sjónarmiðum Samfylkingar á framfæri, er alveg ótækt að tala um íslenska náttúru eins og steindautt fyrirbrigði. Ja betur færi nú að meira líf leyndist í skjólstæðingum Lobba á alþingi en býr í íslenskri náttúru. Þegar menn tala á þennan hátt, virðist engu skipta um skömm né heiður heldur er fræðimaðurinn kominn langan veg út fyrir sitt verksvið og í hvaða tilgangi nema að reyna að prédika rammfalskan áróður handónýtra liðleskja sem vilja láta taka sig alvarlega í pólitík. Mesta glappaskot þessa árs í óhróðri var þarna framið. Þegar talsmaður ákveðinnar pólitískrar stefnu ræðst svona harkalega á okkar langstærstu auðlind sem náttúran er, fallast mann gjörsamlega hendur. Það er alveg þýðingalaust fyrir Lobba að sverja Samfylkinguna af sér, svo hart hefur hann prédikað fyrir hennar hrærigraut frá stjórnarandstöðu til stjórnarsetu. Að öðru leyti kom margt fróðlegt og gagnlegt fram í spjalli þeirra félaga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Óneitanlega nokkuð sjálfumglaður maður, Guðmundur Ólafsson hagfræðingur. Og alveg fyrirtaks kapítalisti. Ég heyrði ekki betur, í umræddu Silfri, en karlhlunkurinn væri meira en til í að láta allt falt fyrir peninga til sjós og lands og eira engu í þeim efnum.

Jóhannes Ragnarsson, 18.3.2008 kl. 21:58

2 Smámynd: Þórbergur Torfason

Ég hef aðeins átt orðastað við Lobba. Mjög klár maður og glöggur, en því miður alveg staurblindur á ruglingsleg sjónarmið "Nýkratanna" sem virðast hafa það eitt að markmiði, að bitlingavæða á nýjan leik flokksgæðinga sína.

Þórbergur Torfason, 18.3.2008 kl. 22:18

3 identicon

Hingað til hef ég haft mjög gaman að Guðmundi,hann er beinskeittur og segir sína meiningu,en ég held að hann hafi lítið ferðast um landið okkar,hann hefur að mér skilst búið mikið erlendis.Hvernig væri að bjóða kallinum honum Guðmundi í helgarreisu í sveitina og sjá hvílík dýrð landið okkar er,sem það er svo sannarlega.

Númi (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 00:21

4 Smámynd: Þórbergur Torfason

Hann býr reyndar í sveit, eða bjó allavega í Reykholti í Borgarfirði.

Þórbergur Torfason, 29.3.2008 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband