Verð fjarverandi.

Ekki vegna veikinda heldur vegna þess, að í æsku nennti ég ekki að vakna í vinnu á morgnanna svo ég tók það til bragðs að ráða mig í vinnu þar sem ég gæti sofið á vinnustaðnum. fyrir valinu varð úthafsaldan og enn vaggar hún mér af og til. Ég er sem sagt að fara til sjós, tímabundið reyndar en verð engu að síður nokkra daga. Á meðan bið ég ykkur lesendur góðir að skrifa ekki rætið, ekki niðurlægjandi og alls ekki illa um mig. Ég á það bara ekki skilið. Ekki rændi ég banka, ekki skildi ég við þessa ríkisstjórn, ekki var það ég sem fann upp snillinginn Davíð Oddsson sem nú virðist vera einhver mesti örlagavaldur sögu Íslands síðan land byggðist.

Hafið hugfast að það fá ekki allir þegnar þessa lands feita starfslokasmninga. (afsakið meðan ég æli) Flestir þurfa að vinna fyrir sé á heiðarlegan hátt. Gleymum því ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já - ég skal reyna að stilla mig! ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 26.1.2009 kl. 22:51

2 Smámynd: Þórbergur Torfason

Takk fyrir það Hrönn.

Þórbergur Torfason, 26.1.2009 kl. 23:00

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þú getur ekki reddað Davíð plássi? Hann fer alveg að verða atvinnulaus og fátt um fína drætti vinnulega séð.......

Hrönn Sigurðardóttir, 26.1.2009 kl. 23:04

4 Smámynd: Þórbergur Torfason

Davíð þarf ekki að komast á hlut. Hann sá fyrir því áður en hann sneri baki við lagafæribandi íhaldsins. Ætli hann komi ekki til með að fá nær 2 milljónum í eftirlaun þegar og ef einhver getur mjakað honum í þá stöðu. Eftirlaunalögin er hluti af því að enginn þorir að henda kallinum út. Hann hefur þessi ótrúlegu tök á pólitíkusunum, meira að segja Steingrími og Jóhönnu.

Þórbergur Torfason, 26.1.2009 kl. 23:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband