Ögmundur stendur á sinni sannfæringu.

Eins og sannur verkalýðssinni og fulltrúi alþýðunnar. Ef til vill skilst Jóhönnu í þetta sinn að það er ekki endalaust hægt að skella í góm ef einhver samstarfsmaður hefur aðra skoðun en hún. Svo hofmóðug má hún ekki vera. Það er einungis tímaspursmál hvenær fleiri þingmenn VG láta af þjónkun við þennan samning sem Samfylking og Sjálfstæðisflokkur bjuggu til í losti á liðnum vetri. Við sem tilvonandi greiðendur þessa ósóma hljótum að krefjast þess eindreigið að samningurin verði látinn hverfa og við látum Breta og Hollendinga sækja sitt mál á hefðbundin hátt.
mbl.is Ögmundur segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingimundur Bergmann

Sæll Beggi!

Þú heldur því fram að Ögmundur hafi sannfæringu og er svo sannarlega gott til að vita að svo sé. Ekki dettur mér í hug að rengja þig í því efni, en hver er hún - sannfæringin hans Ögmundar? Hann er á móti Icesave, en hver er það ekki? Hvað kemur til, að Ögmundur, af öllum, skuli allt í einu og skyndilega hafa orðið svona mikla trú á hrunsmiðunum, að hann skuli ætla að þeim sé treystandi að leysa vanda sem VG getur ekki tekið þátt í að leysa?

Er ekki málið bara það að Ögmundur treystir sér ekki til að standa í niðurskurðarglímunni sem því miður mun bitna á heilbrigðiskerfinu, þó ekki sé nema vegna þess hve það er stór útgjaldaliður hjá ríkissjóði. Núna standa VG- ingar frammi fyrir því að sjóðurinn sá er ekki sú ótæmandi peningauppspretta sem þeir haf alltaf haldið. Peningar skapast ekki með því einu að vera alltaf og eilíflega á móti og það veit ég að þú veist og þess vegna er mér algjörlega óskiljanlegt hvernig þú lentir þarna, vitandi að þú ert ekki: 101 þöngulhaus. Skál félagi!

Ingimundur Bergmann, 1.10.2009 kl. 00:16

2 Smámynd: Ólafur Þór Guðjónsson

Sæll frændi!

Ég hef áhyggjur að Ögmundur sé farinn,maður getur ekki annað enn dáðst að Ögmundi fyrir að kvika ekki frá samfæringu sinn vegna Icesave.Jóhanna ætti að taka sér Ögmund til fyrimyndar og seiga af sér.

Ólafur Þór Guðjónsson, 1.10.2009 kl. 21:42

3 Smámynd: Þórbergur Torfason

Sæll Ingimundur minn. Ögmundur er búinn að leggja sinn hluta inn í fjárlögin ásamt tillögum um niðurskurð áður en hann yfirgefur ríkisstjórnina. Þær línur sem hann er búinn að leggja verða grunnpunktarnir við niðurskurðinn. Sannfærin Ögmundar liggur í réttlæti fyrst og fremst. Ég held hann hafi verið dauðfeginn að hafa verið búinn að víkja þegar fréttaviðtalið við Iðnaðaðrráðherrann kom í gær, þar sem hún sagði beinum orðum að við skyldum hlífa enn frekar auðvaldinu en taka á okkur svo sem eins og eina litla 16 milljarða í viðbót og það á einu ári.

Já sæll Óli minn. Það er illilega farið að fenna að á þessu hausti. Vandamálið er bara rétt að byrja að kíkja upp á yfirborði. Bæði Katrín iðanaðarráðherra og Össur utanríkisráðherra eru enganveginn að valda starfi sínu og svo er Jóhanna alls ekki í stakk búin að  halda hópnum saman.

Þórbergur Torfason, 4.10.2009 kl. 12:05

4 Smámynd: Ingimundur Bergmann

Sæll Beggi. Hér koma tillögur um niðurskurð: Landbúnaður 13,5 milljarðar og kirkjumál 5 milljarðar. Tvö dæmi um óþarft bruðl sem hægt er að losna við. Það seinna algjörlega og hið fyrrtalda að stórum hluta.

Ingimundur Bergmann, 4.10.2009 kl. 13:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband