Furðuleg ummæli bankastjórans.

Í fréttum RUV. kl. 22:00 var birt brot úr viðtali við Sigurjón bankastjóra Landsbankans. Hann lýsti furðu sinni á viðbrögðum erlendra banka gagnvart vanda íslenska hvítflibba riddaraliðsins. Er ekki hver sjálfum sér næstur við aðstæður sem þessar? mér skilst ástandið í fjármálum alls heimsins vera svipað og Landsbankans þannig að líklega þurfa allir bankar, hvort sem þeir eru kallaðir seðlabankar eða viðskiptabankar á öllu sínu að halda.


Nú er mál að linni.

Hafandi fylgst stopult með atburðarrás síðustu daga reikar hugurinn til baka til þess tíma þegar einkavæðingafárið reið yfir þjóð mína. Síðan hefur mikið gerst í heiminum, Íraksstríðið er manni ofarlega í huga og svo furðuleg taflmennska með forsætisráðherra síðustu ríkisstjórnar.

Í dag stendur íslensk þjóð frammi fyrir því að formenn sjálfstæðisflokksins (því þeir eru augljóslega tveir) véla um lausn á því hvernig þeir best geti farið með herfi og plóg yfir þann grafreit sem þeir tóku ásamt framsóknarflokknum með einkavæðingarofforsinu.

Þykir ykkur lesendur góðir, ekkert athugavert við það að núverandi seðlabankastjóri, sem allir hljóta að sjá að er einræðisherra yfir hverri þeirri ríkisstjórn sem sjálfstæðisflokkurinn er þáttakandi í, svo lengi sem hann lifir, skuli ásamt skósveini sínum og halelújabróður til áratuga véla sjálfir um afdrif sinna eigin stórfelldu glannalegu mistaka við einkavinavæðingu ríkisbankanna.

Ekki má gleyma því að helmingaskiptareglan var þarna allsráðndi þannig að framsóknarflokkurinn er af fullum þunga jafnábyrgur og jafnvel ábyrgari en yfirruðningsdeildin í sjálfstæðisflokknum.

Í dag horfa lndsmenn með sífellt meiri undrun á það hvernig í ósköpunum stendur á því að ákveðinnar tortryygni gætir hjá erlendum aðilum sem fjalla um hrun íslenska fjármálaundraheimsins. Er nema von þar sem "glæpamaðurinn rannsakar sinn eigin glæp" og ekkert bendir til annars en hann eigi líka að vera dómarinn.

Getur þetta virkilega verið raunverulegt, erum við ekki í miðjum draumi?

Ég sé fyrir mér nýja mynd um "Borat" tekna í kauphöll Íslands með seðlabankastjórana, fjámáleftirlitið og ríflega 3/4 þingheims klappandi hverjum öðrum á bakið, skakandi hendur hvers annars í vímu yfir hvað íslenski fjármálapíramídinn stendur lengi án nokkurrar undirstöðu.

Nú segjum við stopp, út með þessa kumpána, fáum alvöru kunnáttumenn til að fara yfir málið, byrja aftast og enda fremst þar sem ákvörðunin um hverjir fengju ríkisbankana var tekin og fáum forsendurnar upp á borðið.

Íslensk þjóð hefur heyrt forsætisseðlabankaráðherrann sverja af sér þáttökuna í svallveislunni kringum bankana. Látum á það reyna hvernig hlutlausir aðilar líta á málið frá byrjun.


Afsögn; ekkert annað kemur til greina.

Eftir tvær mínútur er von á afsögn ríkisstjórnarinnar. Annað væri óábyrgt.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband