31.3.2009 | 01:17
Brostnar vonir?
Vesalings manngarmurinn. Hvar hefur hann eiginlega verið undanfarinn áratug? Von að hann sé aumur í lófunum eftir allt klappið og enn með viprur í munnvikum eftir að hafa engst um af hlátri yfir snilldar líkræðu Davíðs Krists Oddsonar á landsfundinum um helgina.
Manni verður ósjálfrátt hugsað til þess unga fólks sem erfa mun þetta land ef slíkir sofandi sauðir sem Bjarni Ben bjóða sig fram til annarra starfa en að mæla göturnar í framtíðinni.
Ja mætti ég þá frekar biðja bara um ESB.
![]() |
Ekki hörð frjálshyggja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.3.2009 | 23:58
Addi sterkur einstaklingur.
En ákaflega veikur leiðtogi.
Ég spái því að Addi verði orðinn, ef hann kemst svo langt, þingmaður Sjálfstæðisflokksins vorið 2010. Þá munu Sjálfstæðismenn geta hampað 2 þingmönnum í Norðvest.
![]() |
Ná fólki frá okkur með mútum eða öðru |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.3.2009 | 15:18
Tímamótaræða þreytts gamalmennis.
Það var mjög fróðlegt að hlýða á ræðu fyrrum formanns stjórnar Seðlabanka Íslands. Mér fannst góður punktur hjá honnum þegar hann líkti sjálfum sér við Krist á krossinum með félaga hvorn við sína hlið. Hann gleymdi hinsvega alveg að láta fylgja að þeir voru líka ræningjar eins og félagar hans.
Ræða gamla mannsins á landsfundi Sjálfstæðisflokksins bar öll keim af því að þar færi aldurhniginn bardagamaður að þrotum kominn, bæði í rökum og þreki.
Vesaling gamalmennið. Honum er vorkunn. Hann uppsker eins og hann hefur sáð nema hann fær full drjúg eftirlaun.
30.3.2009 | 15:11
Sigmundur með moðsuðu.
Aumingja gamli Framsóknarflokkurinn er kominn í þá verstu tilvistarkreppu sem pólitískt afl getur komist í. Fékk Búnaðarbankann fyrir nánast ekkert, búinn að klúðra honum ásamt öllu sem fylgdi og "fylgja bar" eða þannig og hélt sig búinn að höndla "andlit út á við", andlit sem er þó ekki ókunnugra en það að jafnvel yngstu menn muna ennþá þegar föður hans var færð ratsjárstofnun fyrir ekkert.
Nei Framsókn er og verður alltaf Framsókn. Það kemur gleggst fram í þeirri skoðun nýja formannsins að hann ætlar að vera bæði með og á móti ríkisstjórninni.
Það tekst engum nema gamla Framsóknarrörinu sem búið er að taka blindnippilinn úr báðum endum.
![]() |
Þolinmæði framsóknarmanna þrotin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.3.2009 | 22:07
Hornótt kerling á breytingaskeiðinu.
![]() |
Víkingar með Samfylkingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.3.2009 | 12:44
Stöðvun hvalveiða.
![]() |
Vilja stöðva hvalveiðar á næsta ári |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.3.2009 | 11:23
Stolin hugmynd.
Sjálfstæðismenn hafa löngum verið öflugir við að finna upp hvert hjólið á fætur öðru. Ekki skirrast þeir við frekar en fyrr að kenna sér hinar ýmsu hugmyndir og ekki hvarflar að þeim að feðra þessa hugmynd eins og allir sæmilega heiðarlegir menn mundu gera.
Annað mál mikið skemmtilegra.
Komandi helgi ætla bridge spilarar að leggja undir sig Þórbergssetur. Þar á að spila tvímenning og éta saltað hrossakjöt. Við ætlum að byrja að spila á laugardag kl. 16:00 og svo á sunnudag um kl. 11:00. Það er enn nóg pláss fyrir þá sem vilja, hvort sem er spila og éta eða bara éta með okkur saltað hrossakjöt á laugardagskvöldið.
![]() |
Bjarni Ben: Við viljum vera fyrir utan ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.3.2009 | 09:45
Enn klúðrar íhaldið.
Nú er stefnan bara uppá við fyrir íslenska þjóð. Framsóknarflokkurinn heyrir sögunni til og Sjálfstæðisflokkurinn orðinn litli flokkurinn með langa nafnið.
Fráfarandi formaður Sjálfstæðisflokksins knékraup fyrir framan halelújakórinn úr Valhöll og bað hann afsökunar. Á hverju hann var að biðjast afsökunar er nokkuð óljóst. Þó er nokkuð ljóst að eitthvað hefur vakið athygli hans á að ekki væri allt með felldu.
Getur verið að góðærinu í Valhöll sé lokið? Maður spyr sig.
![]() |
VG upp fyrir Sjálfstæðisflokk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.3.2009 | 09:34
Litli flokkurinn með langa nafnið.
![]() |
Íhugaði vel samstarf við VG |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.3.2009 | 22:53
Sóðaskapur í sinni svæsnustu mynd.
Ég rakst á smáklausu á baksíðu Morgunblaðsins á laugardaginn sl. Þar kemur fram að stéttarfélög styðji stjórnmálaflokka með fjárframlögum.
Manni verður orða vant.
Getur virkilega verið að stéttarfélagsgjöld séu notuð í þeim tilgangi að styðja pólitíska flokka. Hvaða aðili stéttarfélags hefur gefið heimild til slíks?
Ég verð að viðurkenna að mér er illa brugðið.