22.4.2009 | 17:52
Afturfótafæðing dauðvona aldamótaunglings.
Hvers konar skrípaleik er verið að fara í hér?
Heldur ritari þessarar greinar virkilega að almenningur trúi þessari dauðans þvælu. Að einhver 90% kvótans hafi gengið kaupum og sölum er helber lygi. Hins vegar er mjög líklegt að 20% kvótans hafi verið selt allt að þrisvar sinnum. Ég bið lesendur þessarar bábilju að halda fyrir allavega annað augað meðan þessi endemis Heimdallarþvættingur er lesinn, eða bara að sleppa því að lesa þessa lygaþvælu.
![]() |
Segja fyrningu aðför að 32 þúsund fjölskyldum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.4.2009 | 23:14
Rakalaus hræðsluáróður.
Frjálsar strandveiðar uppá heil 8.000 tonn eru nú þegar nánast búnar að rústa allri byggð á sunnanverðum Vestfjörðum og það meira að segja áður en nokkur hefur rennt færi.
Hefur nokkur Íslendingur í sögu kvótasettra fiskveiða við Ísland séð aðra eins hræðilega útreið og þarna er þegar orðin. Ekki man ég lengur hvað þurfti að segja mörgum upp á Bíldudal þegar þorskkvótinn var skorinn niður um 60.000 tonn fyrir aðeins nokkrum misserum. Miðað við allan þennan mannfjölda sem missir vinnuna nú, geta varla verið fleiri en 4 íbúar eftir í plássinu.
Skyldu þeir ALLIR kjósa Einar Kristinn Guðfinnsson?
21.4.2009 | 00:06
Hræðsla, kunnáttuleysi, vanþekking.
Í framboðsumræðunum á Selfossi fyrr í kvöld kom Ármann Einarsson með fyrirspurn til Atla og Björgvins um Nóaflóðið á eftir fyrningarleiðinni. Þessi gífurlegi hræðsluáróður kvótahafanna er alveg skiljanlegur. Auðvitað vill enginn breyta því sem gefist hefur vel hjá mér. Það þarf að útskýra þessa fyrningarleið aðeins betur fyrir almenningi.
Það að fyrna 5% á ári þýðir alls ekki að þessi sömu 5% hverfi af sjónarsviðinu. Dæmi: 2000 tonn úthlutuð, 5% fyrnast eða 100 tonn. Það mundi þýða að 1/3 eða 33 tonn kæmu til baka en þó yrði um leigu að ræða, 33 tonn yrðu ennfremur tryggð í byggðalaginu en 33 tonn færu á almennan markað sem mundi þó ekki þýða að færu eitthvað annað ef heimamaður næði að leigja þau.
Það er ákveðin hræðsla við að ræða þessa leið og með sanni má segja að leiðin sé ekki gallalaus. Hins vegar eru á henni minni gallar en því sem er í dag. Í dag fá menn úthlutað kvóta en eru ekki settar nema mjög takmarkaðar skorður gagnavart veiðiskyldu. Þeir mega sem sagt leigja frá sér heimildirnar. þar þarf leigutakinn að staðgreiða kvótahafanum sem borgar ekki fimmeyring í tekjuskatt af leigutekjunum. Er undarlegt þó þessir höfðingjar vilji viðhalda leiguliðakerfinu.
Reyndar er að mínum dómi önnur aðferð en fyrningarleið mikið skynsamlegri og skilvirkari. Hún er einfaldlega sú að bolfiskkvóta verði úthlutað á nýjum forsendum fyrir næsta kvótaár. Ég mæli með að við förum þá leið að úthluta kvótanum með tilliti til fenginnar veiðireynslu síðustu þriggja ára eins og gert var í öndverðu og framsalsheimildin lögð alfarið af. Þessi aðferð yrði fyrsta skref í réttlætisátt og einnig fyrsta skref til nýliðunar í greininni án þess að til óbærilegra skuldsetninga kæmi.
Þó vil ég tak eitt alveg sérstaklega fram. Við skulum halda í heimildina til tegundartilfærslu.
18.4.2009 | 09:19
Heil stétt í ógöngum.
![]() |
Bankinn kaupir fóðrið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.4.2009 | 09:03
ESB viðhlægjendur.
Ekki veit ég hvað þessi sendinefnd taldi marga hausa en svo mikið veit ég að ferðin var kostnaðarsöm fyrir þjóðina. Ég vil fá birt hver kostnaðurinn var við þessa sendiför, kostnaður á hvern og einn í nefndinni. Það er algert lágmark að við getum, í fyrsta lagi áttað okkur á hvað það muni kosta þjóðina að hafa hóp fólks langdvölum í Brussel í viðræðum um jafnmikið fánýti og ESB. Við verðum að geta metið alla kosti og galla þessara viðræðna á öllum stigum. Ég hef alltaf haft þá skoðun að við eigum að stilla þessu þannig upp að ef ESB vill eitthvað við okkur ræða, geti þeir skotist yfir sundið til okkar. Hér er gott að vera og okkur vantar gjaldeyri svo veri þeir velkomnir sem flestir sem lengst. Eftir bröltið í kringum öryggisráðið er manni alveg nóg boðið. Þar endaði kostnaðurinn yfir einum milljarði með hlálegum árangri. Það væri reyndar ekki úr vegi að þar yrðu allar kostnaðartölur lagðar á borðið.
![]() |
Þreyta í stækkun ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.4.2009 | 23:05
Allt í rétta átt.
![]() |
VG í sókn - Samfylking stærst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |