29.5.2009 | 10:20
Enn E S B
Mikil andskotans þráhyggja er þetta. Það verður að fara að halda utan um kostnaðinn við þetta sífellda röfl um ESB aðild. Þingheimur situr allur ásamt starfsmönnum og hlustar á þetta raus sem engu mun skila.
Annað kemur mér spánskt fyrir sjónir.
Hvað erum við búin að mennta marga hagfræðinga, viðskiptafræðinga og lögfræðinga? Er ekkert hægt að nota þetta lið til nokkurs nýtilegs verks? Er nám þessa fólks ekki að skila nokkrum sköpuðum hlut? Hvað á það að þýða að þingfundir samanstandi að mestum hluta af hagfræðingum, viðskiptafræðingum og lögfræðingum en þeir einu sem eitthvað hafa til málanna og hafi eitthvað haft til málanna að leggja fram að þessu skuli vera jarðfræðingur og flugfreyja.
Hvers konar samansafn fábjána er orðið í þinginu eiginlega?
Annaðhvort leysið þið málið NÚNA eða drullist heim til ykkar.
28.5.2009 | 22:16
E S B
Í allri umræðunni um aðildarviðræður við ESB gleymist líklega hið nærtækasta í öllu málinu sem er kostnaðurinn við viðræðurnar.
Fyrir nokkrum mánuðum kvittaði fyrrverandi utanríkisráðherra upp á reikning fyrir hönd þjóðarinnar að upphæð 1,2 milljarðar. Sá reikningur var til kominn vegna atorku og ódrepandi dugnaðar nokkurra fyrrverandi utanríkisráðherra þjóðarinnar við að reyna að komast í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna.
Með hliðsjón af þeim reikningi þar sem allmargir opinberir starfsmenn þeystu um grundir erlendra ríkja til að "afla fylgis" við bröltið, þykir mér einsýnt að kostnaður við aðildarviðræður sem munu að minnsta kosti taka 5 ár verða í það minnsta 2,5-3,5 milljarðar.
Mín skoðun er sú að nær væri að láta þessa útrásardraumavíkinga hafa eitthvað annað verkefni en að véla um þjóðmálin.
Ég hef bara ekki efni á að halda svona herdeild uppi í einn dag hvað þá allt að 5 ár, en þú?
21.5.2009 | 22:14
Hugsum um lýðræðið.
Það er mér mikið ánægjuefni að þingmenn VG skuli ekki vera undir járnhæl flokksaga. Auðvitað eiga þingmenn að fara að eigin sannfæringu, hvort sem þeir eru þingmenn VG eða annarra flokka. Hverskonar andsk. þrælahald á að líða? Alveg finnst mér nóg að Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn skammist innbyrðis yfir flokksóhollustu innan sinna raða.
Leyfum okkar þingmönnum að strjúka um frjálsan skallan ef þeir svo kjósa og hættið að bulla um einhvern flokksaga. Skárra væri það nú ef þingmenn VG fara að leika einhvern Júdas eftir stærsta kosningasigur vinstri flokks í sögu lýðveldisins. Sá sigur vannst með opinni umræðu innan flokks og utan um öll helstu mál sem snerta þessa þjóð.
Áfram VG og niður með íhaldið.
![]() |
Óttast klofning í VG |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.5.2009 | 23:37
Launalækkun.
Ef halda á áfram á þeirri braut að borga bara og borga skuldir óreiðumanna og spilasjúklinga, verða þeir sem ákveða og varða leiðina að taka á sig launalækkun. Ráðherrar, skilanefndir, bankastjórar og aðrir slíkir verða að gjöra svo vel og afþakka hluta af launum sínum. Það er bara sanngjörn krafa að þeir taki á sig verulega lækkun. Hvað hefur þetta fólk að gera við tekjur upp á á aðra milljón þegar hluti þjóðarinnar hefur ekki oní sig eða á.
Hið sama á auðvitað við um forstjóra greiningardeildar Samfylkingarinnnar hinn knáa Gylfa Arnbjörnson sem brotið hefur allar brýr að baki sér sem forseti ASÍ. Hefur komið fram sem slíkur og haldið þvílíkar heilaþvottaræður um ESB, nokkuð sem hann hefur enga minnstu heimild til að gera sem forsvarsmaður fjöldasamtaka á borð við ASÍ.
Ef íbúar þessa lands eiga að sitja uppi með þær byrðar sem spilafíklarnir hentu af sér, ber að byrja á að leggja á þær herðar sem breiðastar eru. Þar eru auðvitað hálaunaliðið hjá því opinbera fremst í flokki.
![]() |
Ekki útilokað að hæstu laun ríkisstarfsmanna lækki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |