Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Umtalaðasta bók mánaðarins.

Áðan var til umræðu í Silfri Egils, þessi umtalaðasta bók mánaðarins þar sem margir fá hreistur á sporðinn yfir litarhætti söguhetjanna. Ég verð að segja alveg eins og er að ég er sammála henni Kolbrúnu Bergþórsdóttur. Þessi saga er alveg fullboðleg á hvaða tíma sem er. Það er mjög þröng túlkun að allar söguhetjurnar hafi forlórast þó þeir hafi misst af lestinni. Ef við fengjum hagspekingana sem eru titlaðir prófessorar hjá Háskóla Íslands og hafa eytt sínum síðustu kröftum í að finna það út að annað hvort er vaxtamunur á Íslandi 13,5% eða 1,9% og létum þá leggja hagspekilegt mat á afdrif þessara söguhetja, gætum við búist við að þeir finni einhverja þeirra í opinberum stöðum hér og þar um heiminn. Þar sem alllangt er síðan þessir atburðir gerðust, gætu þeir hæglega komist að því að einn þessara kumpána væri forfaðir einhvers krullukolls í áhrifastöðu hérlendis. Svona geta nú tengslanetin legið.

Annars vorum við Halanegrar alltaf frekar viðkvæmir fyrir þessum ósmekklegheitum. Við fengum ósjaldan augnagotur þegar við vorum látin syngja þetta við hin ýmsu tækifæri. Svo langt gekk þetta fram, að einn okkar er alveg vitalaglaus eftir.


Enn um Írak.

Enn syrtir í álinn fyrir hina viljugu meðreiðarsveina vopnaframleiðenda. Það er nefnilega komið á daginn að Saddam karlinn lýsti sig reiðubúinn að hverfa af vettvangi. Það var ekki hægt vegna þess að þá hefði orðið samdráttur og atvinnuleysi hjá stríðstólaframleiðendum. Þá hefðu þeir lygamerðir hjá CIA líklega orðið atvinnulausir líka.

Í staðinn er búið að murka lífið úr hundruðum þúsunda og það sem meira er, vopnaframleiðendur í Bandaríkjunum boðnir og búnir að selja Írökum enn meira af vopnum.

Hvaða kynslóð af hryðjuverkamönnum er Bandaríkjastjórn eiginlega að bjóðast til að styðja í þetta sinn og eftir hvað marga mánuði þarf svo að ráðast inn í Írak svo vopnaframleiðendur geti selt afurðir sínar.

Þetta er enn stutt dyggilega af íslenskum stjórnvöldum.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband