Færsluflokkur: Dægurmál
23.8.2007 | 21:55
Nauðganir:
Á ferðinni virðist þarfari umræða en undanfarið hefur riðið bloggheimum. Þar er sumsé umræðan um þetta lyf, Flunitrazepam. Ef ég skil rétt, er þetta svefnlyf með þeim hliðarverkunum að neytandinn fellur í tímabundið óminnisástand. Svo virðist sem einhverjir óprúttnir noti þetta lyf til að misnota konur. Ef, og ég segi "ef" vegna vanþekkingar minnar á sögunni, þetta er vitað og það í mörgum tilvikum og þetta lyf hefur hliðstæður í læknisfræðilegum tilgangi, af hverju í ósköpunum er ekki búið að loka fyrir sölu (afhendingu) á því? Ef það er þetta lyf sem hefur verið misnotað með þessum hræðilegu afleiðingum undanfarin ár. Ég minnist frásagnar af konu sem var nauðgað af nokkrum mönnum ef ég man rétt í húsasundi í miðbænum fyrir nokkrum árum. Þeirri sögu fylgdi lýsing svipuð þessari þ.e. óminnisástand í einhvern tíma. Er verið að tala um sömu aðferð í því tilviki? Ef svo er, finnst mér furðu sæta að þetta lyf skuli ennþá vera aðgengilegt á markaði.
Þetta mál og þá fyrst og fremst framvísun á þessu lyfi verður að komast í algeran forgang í þjóðfélaginu. STRAX en ekki seinna.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.8.2007 | 18:32
Að skjóta sig í báða fætur.
Meðan strákarnir þæfa leðrið milli sín er ágætt að nota annað augað til að lesa áhugaverðar færslur. Það fyrsta sem ég hnaut um var pistill eftir Helgu Sigrúnu Harðardóttur sem titlar sig framsóknar eitthvað. Og ég sem hélt að framsókn eitthvað væri ekki lengur til. Þar kemur hún inn á siðferði stjórnmálamanna en þar skýtur hún sig í báða fætur í sama skotinu. Ef hún hefði birt hliðstæð ummæli meðan eitthvað var til sem hét framsókn, hefði hún hitt naglan á höfuðið því á þeim árum var barasta ekkert til sem hét siðferði í stjórnmálum á Íslandi. Það er oft þægilegra að meðhöndla flísar en bjálka, það vitum við bændur og búalið af reynslu við girðingastaurana sem höggnir eru úr rekavið og öðru tilfallandi efni. Helgu vegna vona ég að hún fjalli bara um heimilisköttinn í framtíðinni en alls ekki siðferði pólitíkusa annarra flokka. Égtek þó fram að ég er ekki krati.
Annað: Þetta með ölkælinn í Austurstræti liggur í augum uppi, sérstaklega þegar bent var á að Björn Ingi Hrafnsson hefði komið að þessu máli. Þarna er verið að minnka samkeppnina um þyrsta ferðalanga og borgarbúa því að samkeppni á engan rétt á sér ef ég þarf að taka þátt í henni. Þetta eru alkunn sannindi sem allir eiga að vita.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
21.8.2007 | 23:13
Ekkert annað að gera.
Þetta er víst kölluð dægrastytting eða eitthvað í þá veruna. Mikið er nú gaman að fikta í þesari tölvu. Nú ætla ég að gera tilraun númer 2 að senda færslu í bloggheima. Hér sit ég og get ekki mikið annað, rifbeinsbrotinn og lemstraður. Ég var samt hvorki á ballinu í Hrollaugsstöðum né Hofgarði. Nei ég bara datt með þessum afleiðingum. Jú Halli minn loksins fann ég aftur þessa síðu og sá að þú hafðir getið þér rétt til um upprunan. Eitthvað sé eg að verið er að óskapast yfir þvagprufu sem sótt var í óleyfi og eru um þann gerning skiptar skoðanir sem eðlilegt er. Aðalatriðið er og verður alltaf að taka þess háttar gerendur úr umferð og leggja þeim rækilega á minnið að þarna er verið að brjóta lög og leggja aðra vegfarendur í óþarfa lífshættu. Semsagt þarna er verið að leggja drög að slysi sem getur valdið allt frá skrámu til dauða á, ekki einum einstaklingi heldur hver veit hvað mörgum. Hver á refsing að vera? Er þetta ekki tilraun til morðs af ásettu ráði? Ég segi já. Getur ölvað fólk skýlt sér á bak við ásigkomulagið? Ég segi nei aldeilis ekki. Er drykkjuskapur veiki? Ég segi nei fjarri lagi. Það er meira að segja mjög auðvelt að rökstyðja það.
Margt fleira fróðlegt hefur mátt lesa í kvöld og verður vonandi næstu kvöld
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.5.2007 | 09:33
Upphafið
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)