Sjúkdómar!

Ýmsir kvillar eru á kreiki í umhverfinu. Ekki kann ég að sjúkdómagreina fyrrverandi borgarstjóra en greinilega hrjáir hann eitthvað í líkingu við valdasýki. Gott væri að fá orð yfir það hjá heilbrigðisyfirvöldum. Hvaða sjúkdómur nær yfir, bæði valdagræðgi, ofsóknarbrjálæði, minnimáttarkennd og fjölmiðlagræðgi. Maðurinn lætur teyma sig í útvarp og sjónvarp sí og æ og lætur hringsnúast inn og út með öll málefni sem einhverntíman hafa dúkkað upp á borð borgarstjórnar á þessari öld.

Annað viðkomandi borgarstjórn er flugvallarmálið. Hvenær varð Reykjavíkurflugvöllur eign borgarfulltrúanna í Reykjavík. Geta þessir grínleikarar ekki skilið það að þeim kemur Reykjavíkurflugvöllur andskotann ekkert við. Það erum við landsbyggðafólk sem notum þennan flugvöll en ekki borgarfulltrúar í Reykjavík eða borgarbúa yfirleitt. Látið þennan flugvöll í friði og hættið að eyða tíma í þetta stagl, bæði Ólafur Friðlausi og aðrir borgarfulltrúar.

Alvarlegasta kaun sem íslensk þjóð stendur frammi fyrir í dag er þjónkun yfirvalda við eldsneytissalana. Þar er rænt og ruplað úr vösum fólks og fyrirtækja athugasemdalaust. Á virkilega ekki að koma höndum réttvísinnar yfir þetta helv. glæpahyski. Ég bara spyr vegna þess að mér blöskrar svo gersamlega verðlagið og aðgerðarleysið.


Bloggfærslur 3. september 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband