Bólgur; orsakir og afleiðingar.

Leiðinlegir kvillar þessar bólgur. Þær virðast geta komið af minnsta tilefni, birst hvar sem er og haft langvinnar afleiðingar.

Sú versta bólga sem nú kvelur, ekki bara mig heldur "alla" landsmenn er helvítis verðbólgan. Leitum orsakanna. Af hverju stafar þessi verðbólga? Það held ég sé augljóst mál. Lítum á hvers hagur það er að viðhalda henni. Í fljótu bragði er ékki hægt að sjá að neinn hafi hag af henni nema bankarnir sem innheimta verðbætur af skuldugum viðskiptavinum. Skyldi það nú vera að verðbólgunni sé haldið við af þeim sem véla með peninga, þeim sem innheimta verðbætur? Er það virkilega þannig, að í staðinn fyrir ofsagróðann sem átti að ná með útrás bankanna en mistókst hrapalega, sé reynt að rétta af kúrsinn með því að viðhalda verðbólgu innanlands til að kroppa eitthvað upp í vonbrigði með misheppnaðar fjárfestingar í útlöndum eins og td. knattspyrnulið sem ekki pluma sig að ég tali nú ekki um gylliboð sem útrásarvíkingarnir eru að bjóða í útibúum sínum erlendis til að lokka að viðskiptavini. Þau gylliboð ku jafnast á við þau bestu sem boðin er í rauða hverfinu í elstu starfsgrein kvenna í heimi hér.

Það skyldi þó aldrei vera að verðbólgan sé bara manngerð með vitund og vilja hluthafa í hálfhrundum, einkavinavæddum fjármálastofnunum hér innanlands. Það er allavega alveg ljóst að utanaðkomandi aðstæður eiga lítinn sem engan þátt í þessum hamförum.


Bloggfærslur 5. september 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband