25.1.2009 | 12:28
Hrokinn!
"Þegar mér hentar", er réttnefni þessarar ríkisstjórnar sem nú er að tætast í frumeindir. Utanríkisráðherrann og formaður hitakæru örveranna sletti þessu framan í þjóðina umbúðalaust í viðtali við fréttamann ríkissjónvarpsins rétt í þessu.
Virðingaleysi, virðingaleysi og aftur virðingaleysi fyrir þjóð sinni er það eina sem skín í gegn um þetta viðtal við Ingibjörgu Sólrúnu.
Hún segir berum orðum að ekkert verði gert fyrr en henni og Geir hentar.
![]() |
Ingibjörg Sólrún: Afsögn Björgvins kom á óvart |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |