Manni verður um og ó.

Ég tel mig vera frekar friðsaman mann og sæmilega jarðbundinn. Fjandinn hafi það ef þessari viku lýkur án alvarlegra atburða í þjóðfélaginu. Það er Gazalega viðkvæmt ástand að myndast og múgsefjunin er að færast yfir stóran meirihluta þjóðarinnar. Og þó. Mér sýndist eins og færðist skelmislegt glott yfir andlitið á Boga fréttamanni þegar myndirnar úr Iðnó höfðu liðið yfir skjáinn.

Það er ómögulegt að álykta annað en að dómgreindarleysi hrjái stjórnvöld, jafnvel alvarlegra dómgreindarleysi en kvaldi útrásardrulluhalana í útrásarleiknum.

Þessari skelfingu verður nú að fara að ljúka. Síðasta hálmstráið virðist vera að mæta á svæðið og bera þetta stóð allt saman út úr stjórnarráðinu, tjóðra það við staura á Austurvelli og leyfa þeim að bíta ofurlitla sinu svona dagpart.

Hvað sem öðru líður, er þetta ástand orðið gersamlega óþolandi. Meira að segja mesti jólasveinn landsins og þó víðar væri leitað, fær ekki að tjá sig. Það hlýtur að flokkast undir mannréttindabrot.


Enn fer fram aftaka.

Að vísu pólitísk en aftaka samt. Þeir voru mættir í morgunsárið á Bylgjuna, Pétur Blöndal sá mikli stærðfræðingur og Ögmundur Jónasson. Ekki tókst Pétri betur til en svo að hann talaði sig nokkurnveginn út úr þættinum sem hann var í. Margir Sjálfstæðisþingmenn eiga erfitt með að tjá sig um málefni líðandi stundar sem von er. Þarna lenti Pétur Blöndal í slæmri mulningsvél sem endaði með að hann hrökklaðist held ég af þingi alla leið. Þvílík hörmungarframmistaða hjá manni sem gefur sig út fyrir að vera í forsvari fyrir heilan þingflokk og heila ríkisstjórn. Ég heldann ætti bara að vera heima að vaska upp.

Bloggfærslur 8. janúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband