20.11.2009 | 00:04
Greiðslujöfnun.
Gott og vel þetta er greiðslujöfnun og greiðslujöfnun skal hún heita. Hún er bundin greiðslugetu skuldara samkvæmt því hvernig launaþróun verður. Það gleymist hins vegar alveg að útskýra það hvernig hún breytist gagnvart skuldastöðu einstaklingsins að öðru leyti. ÞAð er ekkert sem bannar viðkomandi að slá lán og auka sína greiðslubyrði út í hið óendanlega. Mér finnst þessi aðferð eiginlega dæma sig sjálf.
Hvað með okkur sem erum rétt að byrja að greiða af okkar lánum. Ég er búinn með 2 ár af 40 ára láni og fer á eftirlaun ????. Hvar stend ég þá. Ég sé í hendi mér að ég lækka í launum þegar þar að kemur. Verður tekið tillit til þess? Ég spyr, getur einhver svarað því?