Kröfur úr öllum áttum.

Hvernig ætli standi á því að ekki finnst nægilegt magn af loðnu svo Hafró geti gefið skotleyfið?

Getur verið að viðvarandi ofveiði síðan á áttunda áratugnum sé ástæðan?

Hvað er að gerast í Barentshafi?

Er göngumynstur loðnunnar orðið gjörbreytt?

Ég held að "hagsmunaaðilar" sem eru ekki eingöngu yfirmenn á uppsjávarveiðiskipaflota Vestmannaeyinga verði bara að þreyja þorrann ásamt öllum öðrum landsmönnum.

Ef til vill þurfa menn að líta sér nær þegar gefnar eru út yfirlýsingar í milljónatugum. Hvernig er til dæmis með fullvinnslu bolfiskafla?

Mér svona datt þetta í hug.


mbl.is Vilja hefja loðnuveiðar strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. febrúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband