Heil stétt í ógöngum.

Hvernig stendur á þessu? Hvernig ætli bankaflokkarnir tækli þetta vandamál í kosningabaráttunni? Væntanlega spila þeir út því trompi að ekki seinna en 1. september næstkomandi skuli nýju ríkisbankarnir vera komnir í einkaeigu svo hægt sé að bjóða bændum vildarkjör og seðlabúnt gefins, álver skuli rísa á hverjum sveitabæ, svo sé auðvitað hægt að stofna fasteignafélag um hús og híbýli. Í raun og veru stöndum við frammi fyrir því að bændastéttin komist í þrot og sjái sér ekki annað fært en að taka undir söng einstakra ESB kórsins. Það má aldrei verða. Merkilegt að þessir slúbertar hjá íhaldinu skuli ekki þiggja það að draga sig í hlé og bjóða ekki fram í komandi kosningum. Nei frekar bjóða þeir upp á 20-30% atvinnuleysi og ekkert uppgjör við spilasjúklingana.
mbl.is Bankinn kaupir fóðrið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB viðhlægjendur.

Ekki veit ég hvað þessi sendinefnd taldi marga hausa en svo mikið veit ég að ferðin var kostnaðarsöm fyrir þjóðina. Ég vil fá birt hver kostnaðurinn var við þessa sendiför, kostnaður á hvern og einn í nefndinni. Það er algert lágmark að við getum, í fyrsta lagi áttað okkur á hvað það muni kosta þjóðina að hafa hóp fólks langdvölum í Brussel í viðræðum um jafnmikið fánýti og ESB. Við verðum að geta metið alla kosti og galla þessara viðræðna á öllum stigum. Ég hef alltaf haft þá skoðun að við eigum að stilla þessu þannig upp að ef ESB vill eitthvað við okkur ræða, geti þeir skotist yfir sundið til okkar. Hér er gott að vera og okkur vantar gjaldeyri svo veri þeir velkomnir sem flestir sem lengst. Eftir bröltið í kringum öryggisráðið er manni alveg nóg boðið. Þar endaði kostnaðurinn yfir einum milljarði með hlálegum árangri. Það væri reyndar ekki úr vegi að þar yrðu allar kostnaðartölur lagðar á borðið.


mbl.is Þreyta í stækkun ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. apríl 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband