21.5.2009 | 22:14
Hugsum um lýðræðið.
Það er mér mikið ánægjuefni að þingmenn VG skuli ekki vera undir járnhæl flokksaga. Auðvitað eiga þingmenn að fara að eigin sannfæringu, hvort sem þeir eru þingmenn VG eða annarra flokka. Hverskonar andsk. þrælahald á að líða? Alveg finnst mér nóg að Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn skammist innbyrðis yfir flokksóhollustu innan sinna raða.
Leyfum okkar þingmönnum að strjúka um frjálsan skallan ef þeir svo kjósa og hættið að bulla um einhvern flokksaga. Skárra væri það nú ef þingmenn VG fara að leika einhvern Júdas eftir stærsta kosningasigur vinstri flokks í sögu lýðveldisins. Sá sigur vannst með opinni umræðu innan flokks og utan um öll helstu mál sem snerta þessa þjóð.
Áfram VG og niður með íhaldið.
![]() |
Óttast klofning í VG |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |