28.5.2009 | 22:16
E S B
Í allri umræðunni um aðildarviðræður við ESB gleymist líklega hið nærtækasta í öllu málinu sem er kostnaðurinn við viðræðurnar.
Fyrir nokkrum mánuðum kvittaði fyrrverandi utanríkisráðherra upp á reikning fyrir hönd þjóðarinnar að upphæð 1,2 milljarðar. Sá reikningur var til kominn vegna atorku og ódrepandi dugnaðar nokkurra fyrrverandi utanríkisráðherra þjóðarinnar við að reyna að komast í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna.
Með hliðsjón af þeim reikningi þar sem allmargir opinberir starfsmenn þeystu um grundir erlendra ríkja til að "afla fylgis" við bröltið, þykir mér einsýnt að kostnaður við aðildarviðræður sem munu að minnsta kosti taka 5 ár verða í það minnsta 2,5-3,5 milljarðar.
Mín skoðun er sú að nær væri að láta þessa útrásardraumavíkinga hafa eitthvað annað verkefni en að véla um þjóðmálin.
Ég hef bara ekki efni á að halda svona herdeild uppi í einn dag hvað þá allt að 5 ár, en þú?