1.7.2009 | 11:42
Tæpir 2.400 metrar
Í flestu eigum við met Austur-Skaftfellingar. Með þessu bætum við enn um betur og aukum fjarlægðina frá himnaríki til þess neðsta.
Hvað væri ef Framsóknarflokkurinn hefði ekki tekið upp á því að mæla Hnjúkinn niður á sínum tíma. Dæmalaust athæfi að velja ágústmánuð til að taka hæðarpunktinn. Þá værum við að tala um rúma 2.400 metra sem er mikið skemmtilegri tala en svona hefur nú blessaður framsóknarflokkurinn komið fram við okkur sí og æ. Hvað verður það næst?
![]() |
Jökulsárlón tekið við sem dýpsta vatn Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |