18.8.2009 | 13:15
Dómur yfir eigin fláræði.
Það er umhugsunarvert að spilafíklarnir skuli kenna hverjir öðrum um að hafa haft rangt við við spilaborðið og vera svo með hótanir um að ganga að almenningi sem hvergi kom nærri og rýja af okkur það litla sem hugsanlega finnst á sparisjóðsbókum. Við hljótum að kalla eftir dómi yfir þessum fáráðlingum sem eru í bullandi afneitun vegna síns eigin glæps sem felst í því að ræna og rupla heilu þjóðfélögin. Ein til tvær svona hótanir í viðbót og mælirinn er fullur. Þessi rumpulýður, þ.e. forsprakkar bankanna sem ollu hruninu verða að sjálfsögðu látnir svara til saka, hengdir upp á löppunum á Austurvelli, lúbarðir vegna þess að það gleymdist í uppvextinum og að lokum sviptir ærunni og að sjálfsögðu eftirlaununum. Ekk hvarflar að mér eitt einasta augnablik að halda mönnum eins og Davíð Oddssyni uppi á risa eftirlaunum hafandi verið einn aðalgerandinn í að skapa þetta fáránlega umhverfi fjármálaheimsins með þeim hörmulegu afleiðingum sem við upplifum í dag.
![]() |
Höfða mál vegna neyðarlaganna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |