Vinstri félagshyggjuríkisstjórn.

Hvernig sem lagt er út af þessu hugtaki vinstri, hægri, þá ber að líta svo á að núna sitji "vinstri" félagshyggjustjórn. Ég fæ ekki með nokkru móti séð hvers vegna þessi stjórn geti ekki setið áfram þó forsetinn hafi ákveðið að vera hluti af þessum IndiFence hópi. (Vonandi rétt skrifað). Við þetta tækifæri verður mér hugsað til æskuáranna þegar sú hefð var að skólabörn tækju að sér að selja merki til styrktar hinum ýmsu málefnum. Til dæmis fórum við gjarnan á milli bæja einhvern sunnudag vetrarins og seldum merki blindrafélagsins. Ég man að merkið kostaði 100.- krónur gamlar. Á öllum bæjum var keypt merki blindrafélagsins til styrktar góðu málefni. Í tilviki Icesave er ekki verið að bjóða til kaups einhver merki til styrktar góðu og göfugu málefni, heldur er verið að þröngva upp á þjóðina einhverju ógeðfelldasta gjaldi sem fundið hefur verið upp síðan verðtryggingin var fundin upp á síðari hluta síðustu aldar. Með þeirri aðferð sem búið er að beita varðandi Icesave vegferðina, alveg frá því sjálfstæðismenn og samfylking fundu hana upp, er verið að reka eldskörung upp í óæðri enda allrar þjóðarinnar. Sínu verst brennur görnin á þeim sem síst skyldi, þ.e. þeim sem sárasaklausir voru við sína iðju að færa björg í bú að hefðbundnum hætti, skapa með vinnu auð fyrir okkar þjóðfélag. Að ætla okkur almenningi að borga þessa skelfingu sem þessir ógurlegu "snjómenn" bjuggu til, er til of mikils mælst.

Bæði núverandi og fyrrverandi ríkisstjórnir hafa gengið um eins og fílar í glervöruverslun. Stjórnvöld síðustu 2. ára hafa hagað sér eins og algerir fábjánar við stjórntök landsins. Hver kapteinninn af öðrum hefur skipað blókum sínum að róa stífan lífróður áfram upp á skerið hvað sem það kostar.

Það er eins og enginn skilji að fyrirtæki sem er gjaldþrota, er bara gjaldþrota og þar með búið. Svoleiðis fyrirtæki eru bara gerð upp, það greitt sem fæst upp í kröfur en restin verður bara áfram ógreidd. Ekki skrifaði ég upp á víxil fyrir Þessa snjókarla og enda ætla ég mér ekki að vera frekari þáttakandi í að borga þessi heimskupör.

Ákvörðun forsetans er ofur skiljanleg. Auðvitað á að gera þessa banka upp með eðlilegum hætti, ekki leita lúsa inn á heimilum almennings til að snjókarlarnir geti glott hver framan í annan og fengið sér áfram í nös á kostnað okkar.


mbl.is Rökrétt ákvörðun forsetans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Sammála félagi, að flestu, ef ekki öllu leyti.

Jóhannes Ragnarsson, 5.1.2010 kl. 16:36

2 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

Gleðilegt ár Þórbergur!

Hún var góð bókin um nafna þinn í Forheimskunarlandinu. 

Öryggisventillinn fór af stað. Fínt að hafa þess 26. grein.

Að lokum, er komin dagsetning á bridsmótið í Þórbergssetri?

Sigurpáll Ingibergsson, 14.1.2010 kl. 13:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband