Nauðganir:

Á ferðinni virðist þarfari umræða en undanfarið hefur riðið bloggheimum. Þar er sumsé umræðan um þetta lyf, Flunitrazepam. Ef ég skil rétt, er þetta svefnlyf með þeim hliðarverkunum að neytandinn fellur í tímabundið óminnisástand. Svo virðist sem einhverjir óprúttnir noti þetta lyf til að misnota konur. Ef, og ég segi "ef" vegna vanþekkingar minnar á sögunni, þetta er vitað og það í mörgum tilvikum og þetta lyf hefur hliðstæður í læknisfræðilegum tilgangi, af hverju í ósköpunum er ekki búið að loka fyrir sölu (afhendingu) á því? Ef það er þetta lyf sem hefur verið misnotað með þessum hræðilegu afleiðingum undanfarin ár. Ég minnist frásagnar af konu sem var nauðgað af nokkrum mönnum ef ég man rétt í húsasundi í miðbænum fyrir nokkrum árum. Þeirri sögu fylgdi lýsing svipuð þessari þ.e. óminnisástand í einhvern tíma. Er verið að tala um sömu aðferð í því tilviki? Ef svo er, finnst mér furðu sæta að þetta lyf skuli ennþá vera aðgengilegt á markaði.

Þetta mál og þá fyrst og fremst framvísun á þessu lyfi verður að komast í algeran forgang í þjóðfélaginu. STRAX en ekki seinna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

TAKK

Heiða B. Heiðars, 23.8.2007 kl. 21:56

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Ég er sammála þér Beggi, það þarf að loka á að menn komist yfir þetta lyf, STRAX.

Páll Jóhannesson, 24.8.2007 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband