Esperanto

Félag Esperantista heldur málþing í Þórbergssetri nú um helgina. Af þeim sem þar eru mættir vil ég telja þau Auðunn Braga Sveinsson, Hallgrím Sæmundsson og Vilborgu Dagbjartsdóttur. Þetta eru allt fyrrverandi kennarar hver á sínu landshorni ef svo má segja og mjög gaman að sjá þau þarna saman komin hvert með sitt innlegg í þetta málþing. Vilborg fór þarna með mjög fallegt ljóð sem ég reyni að láta fylgja.

 

Hljóðlega.

 

Hljóðlega gengur hauströkkrið

í hús mitt.

 

Eins og gömul amma

á sauðskinnsskóm

í svörtu klæðispilsi

með mórenda svuntu

grá hyrnan krossbundin.

 

Hún á sæti í horninu

við herbergisgluggann.

 

Taktfast stígur hún rokkinn sinn.

 

Spunahljóðið

rennur saman

við umferðarniðinn

utan úr borginni.

 

Síkvik

hjúfrandi

kyrrð

umvefur

allt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Mér er að detta í hug hvort Þórbergur frændi þinn hefði ekki bloggað alveg villt og galið ef hann hefði lifað á bloggöld, jafnvel á esperantó!

Sigurður Þór Guðjónsson, 17.9.2007 kl. 10:52

2 Smámynd: Þórbergur Torfason

Sæll Sigurður. Er bloggið ekki dagbók nútímans. Mér sýnist það hjá mörgum. Jú hann hélt dagbók. Veit ekki með tungumálið. Held hnum hefði líkað betur að allir skildu skrifin.

Þórbergur Torfason, 17.9.2007 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband