Þingtíðindi

Nákvæmlega núna er verið að ræða þingsályktunartillögu um nýsköpunar, hátækni og/eða sprotafyrirtæki í þingsal. Rætt er um skattaívilnanir, styrki og anað slíkt. Svo er náttúrlega mikið rætt um hver átti hugmyndina að því að styðja þurfi við bakið á svona fyrirtækjum í fæðingu og frumbernsku. Leikskólastíll þingmanna er alveg til háborinnar skammar fyrir land og þjóð. Eitt samfellt helvítis pex um keisarans skegg. Tímasóunin er alveg forkastanleg. Nær væri þessu leikskólaliði í sandkassa þjóðarinnar að ræða og taka ákvörðun um þá hispurslausu tilraun til einhvers stærsta þjófnaðar Íslandssögunnar sem borgarstjórnarmeirihlutinn er að fremja, ef undan er skilið bankaránin á ríkisbönkunum hér um árið.

En varðandi stuðning við nýsköpunar og sprotafyrirtæki.

Að sjálfsögðu þarf nýnæmi í atvinnulífi að fá að draga andann, með aðstoð fæðingarlæknis og súrefnis ef þörf er á. Stjórnmálamenn á Íslandi eru bara því miður svo illa að sér eða hræddir um að hagnaður og vöxtur svona fyrirtækja lendi einhversstaðar annarsstaðar en í vasa þeirra eða vildarvina þeirra að þeir þora ekki fyrir sitt litla líf að veita hinum ýmsu litlu hugmyndum brautargengi. Það er fullt af hugmyndum, öðrum en GSM+FARTÖLVUhugmyndum, grasserandi í þjóðfélaginu. Vandamálið er bara, að þessar hugmyndir rekast á hagsmunahorn vildarvina fjárgæslumanna okkar. Hvenær skyldum við fá starfsmenn hjá því opinera sem þora og geta tekið sæmilega vitrænar og skynsamlegar ákvarðanir um atvinnuþróun sem étur ekki upp bæði land og þjóð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband