Vetrarboðinn.

Í kvöld mætti ég á fyrstu æfingu hjá karlakórnum Jökli. Vetrarstarfið er sumsé hafið. Það er mikil andans upplyfting að rífa eyrað frá fréttatímum eða augun af síðum Mogga. Varla þó þorandi því þá gæti maður misst af einhverju mergjuðu af höfuðborgarslúðrinu. Helvíti er hressandi að bryna raustina í samhljómi við hóp manna. Þetta ættu þingmenn að prófa þ.e. þetta sem kallað er að stilla saman strengi (sem í þessu tilviki eru raddböndin) og belja af öllum lífs og sálar kröftum allir í kór. Sá kór yrði að vísu blandaður (samkór) en það getur verið mjög gaman ef allir syngja sama lagið og lúta einum stjórnanda. ímyndið ykkur Sturlu stuðbolta munda tónsprotann. Þeir kallar hafa lofað mér myndarlegum forkaupsrétti ef kórinn yrði einkavæddur og settur á markað. Að þessu leyti leggst veturinn vel í mig.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórbergur Torfason

Já komdu sæll Erlingur. Eitthvað rámar mig í nafnið Þorsteinn Sigurðsson. Ég spyr Fjölni bróðir á morgun hann er ættfræðingur fjölskyldunnar. Varst þú á skólastjóraráðstefnu með Þórgunni yngstu systur minni? Hún er skólastjóri grunnskólans á Hornafirði. Annars var ég að koma að tölvunni bara rétt í þessu. Nú er verið að undirbúa haustfagnað Búnaðarsambandsins sem haldinn verður 3. nóv. á Smyrlabjörgum.

Þórbergur Torfason, 17.10.2007 kl. 00:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband