Hljóð og mynd.

Hver andskotinn er eiginlega að gerast? Maður settist spenntur framan við imbann og ætlaði að njóta Matthíasar með Agli. Hvað veldur? Þetta er alger eyðilegging á annars mjög frambærilegum sjónvarpsþætti, hljóðið fylgir ekki mynd. Er þetta bara svona á Hala? Það væri svosem eftir öðru hvað varðar útsendingar ríkisfjölmiðlanna. Hér heyrist illa í útvarpi og sjónvarp er flöktandi og hangir á bláþræði eins og líf spörfugls um hávetur í grenjandi stórhríð.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auðun Gíslason

Nema allt sem sagt var í þættinum hafi verið svona á eftir tímanum?  Eða þannig...

Auðun Gíslason, 18.10.2007 kl. 22:32

2 Smámynd: Ólafur Þór Guðjónsson

Ég tók líla eftir þerssu .Ég hugsaði með mér , Egill hefur erft þetta frá stöð2. Mér fanst þetta vera algengt þar í fyrra.

Ólafur Þór Guðjónsson, 19.10.2007 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband