18.10.2007 | 21:15
Forsætisráðherra í Kastljósi.
Forsætisrðherrann mætti í drottningaviðtal í kvöld. Afskaplega hafði maðurinn lítið til málanna að leggja. Sá skilningur sem ég lagði í þau örfáu orð sem hann þó sagði var að borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins gæti ekki komið upp um brall Björns Inga varðandi málefni Orkuveitunnar því að um leið kæmu þeir upp um sitt eigið brall. Nýr meirihluti á mikið verk fyrir höndum að reyna að snúa ofan af þessu einkavinahappdrætti sem fyrri meirihluti stofnaði til þar sem svo virðist sem aðeins örfáir miðar hafi verið gefnir út en allir merktir kyrfilega.
Ekki er annað hægt en vorkenna nýjum meirihluta í Reykjavík, að dragast með þennan 6,5% mann, að þurfa að taka við af Sjálfstæðismönnum og sæta hvers kyns afarkostum til að halda frið og völdum í Borginni.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál | Facebook
Athugasemdir
Segðu mér nú eitt eða tvennt eða þrennt ,Sobeggi! Hvenær hættir stjórnmálamaður að vera bara lúmskur náungi og heitir þjófur? Hvenær hættir þjófur að að heita þjófur og er kallaður fyrirlitlegur glæpamaður? Hvenær hættir siðblindur glæpon að heita það og er landráðamaður? Ef þú spyrð mig: Aldrei, ekki síst ef þeir gráta smá í beinni.
Jonni (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 05:35
Jói litli, út frá minni siðfræði er þetta nokkuð augljóst en siðfræði íslenskra pólitíkusa og alls almennings er alls ekki af sama kalíber eins og við höfum orðið vitni að síðan í byrjun aldarinnar. Ég nefni nokkur dæmi máli mínu til stuðnings.
1. Einróma samþykki eftirlaunalaga æðstu emættismanna hjá ríkinu í þinglok vorið 2003 ef ég man rétt. Þarna var sjálftökuliðið að raða ráðum sínum í algeru heimildarleysi. Svo sannarlega var þetta lið ekki kosið í launanefnd hjá ríkinu, heldur til að gæta hagsmua hinna sem stóðu utan þings.
2. Þegjandi samkomulag allra í opinberri stjórnsýslu að steinþegja í hel, rekstur þrælabúða á íslenskri grund allt frá ákvörðun um framkvæmdir við Kárahnjúka og álverið á Reyðarfirði.
3 og áfram. Framferði ráðherra síðustu ríkisstjórnar dagana fyrir kosningarnar með jarðakaupum og sölum kringum Þjórsá, loforðabull formanns SF um að taka Ísland af lista staðfastra og endurskoðun eftirlaunalaganna, síðustu kómedíu í Reykjavík og svo mætti lengi telja.
Að lokum varðandi dópsmyglið með skútunni sem vonandi endar ekki sem pólitískt mál. Ég hef margsinnis sagt að sönnunarbyrði gerenda ætti að vera alger. Nú hafa þeir sagt að þeir hafi bara verið burðardýr. Gott og vel, bendið þá á næsta hlekk. Ef hægt er að sanna ykkar frásögn, kemur til verulegrar refsilækkunar. Þannig koll af kolli þar til uppspretta fjármögnunar finnst. Þar finnst mér takmarkonu náð og smiðurinn hengdur réttilega. Þarna eru á ferðinni menn sem gera tilraun til fjöldamorðs og eiga að mínum dómi að hanga. Ekki nokkur spurning. Ég vona að þú skiljir mig Jonni, annars verð ég bara að taka þig á smá námskeið í siðferði ha.
Að lokum, stjórnmálamaður hættir aldrei að vera lúmskur, þjófóttur, fyrirlitilegur glæpamaður, siðblindur glæpon eða landráðamaður meðan hann fær umboð okkar kjósenda til að gegna þessum hlutverkum. Það vekur mann til umhugsunar hvernig 6,5% maður í Reykjavík getur haft yfir 40% flokk svona algerlega í hendi sér. Er ekki ástæðan nokkuð augljós, þarna eru ákveðin öfl gamalla refa (Vilhjálms Þ. og Don Alfredó) einhvern djöfulinn að bralla til að koma fjármunum í pyngjuna hjá þeim sem kunna að notfæra sér siðlausa pólitíkusa í gróðaskyni. Þannig snýr nú sannleikurinn við mér Jonni minn.
Þórbergur Torfason, 21.10.2007 kl. 09:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.