Mogginn fyrstur með fréttirnar.

Alltaf jafn gaman að fá Moggann og engir auglýsingasneplar hangandi utan á honum eins og snýkjudýr. á forsíðunni í dag er frétt um að Kaupþing hafi ráðskast með gengi hlutaréfa í FL Group. Ég hélt að FL og GLitnir væru í vösum sömu aðila. Jæja maður veit ekki alveg allt. Svo er Skeiðarárhlaup hafið en hingað austur í Suðursveit leggur engan brennisteinsfnyk. Á einum stað inni í blaðinu er fjallað um að arabísk ví séu sífellt að verða vinsælli. Svolítið sérkennilegt að framleiðsla á vínum sé leyfileg í löndum þar sem neysla þess er bönnuð. Það var mun meiri samsvörun í aðgerðum hér og víðar á bannárunum sem svo eru kölluð. Þá var bæði neysla og frameiðsla bönnuð en hver fór svo sem eftir því. Ég verð hugsi yfir því hver eigi eiginlega að torga öllu þessu víni frá löndum múslima þegar framleislan verður orðin jafn öflug og verið er að boða í þessari grein. Hvernig verður ástandið eiginlega orðið þegar svo bætist við bjórinn frá Vestmannaeyjum og jafnvel víðar að. Er ekki einhver möguleiki að framleiða annarskonar eldsneyti úr öllu þessu, eitthvað á aðalvélina eða bíltíkina. Æ maður verður bara þyrstur af að hugsa um allar þessar guðaveigar. Halló halló hvar er glasið kelling!!!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Víða mun nú mjöður framleiddur, kannski við endurm bara sem árans fyllibyttir.

Ásdís Sigurðardóttir, 8.12.2007 kl. 00:40

2 Smámynd: Þórbergur Torfason

Verðið ætti alltént að hjaðna eitthvað við aukið framboð og fleiri aðgengilegar verslanir

Þórbergur Torfason, 8.12.2007 kl. 00:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband