17.12.2007 | 19:07
Hátíð fer í hönd með ýmsu sniði.
Flest bendir til að við Íslendingar siglum inn í jólahátíðina á m/b Yfirdrætti RE eftir skuldafeni sem er mjög auðrötuð siglingaleið hér innanlands. Skelfileg afleiðing góðæris í gerfi himinhárrar skuldasöfnunar heimilanna í landinu í formi yfirdrátta hlýtur að enda með ósköpum. Ég velti mikið fyrir mér hvort þessi staða skapi þessa ofboðslegu góðærismælingu á okkur í samanburði við aðrar þjóðir.
http://www.blog.central.is/traveller
Ég bið þig lesandi góður að kíkja ofurlítið á þessa síðu hjá dóttur minni. Hugsaðu áður en þú hendir frá þér tækifærinu til að öðlast ofurlitla sálarró í svartasta skammdeginu. Ég er ekki í vafa að hægt er að fá ríflegan yfirdrátt á kostakjörum til að styrkja hin ýmsu svæði í heiminum sem standa höllum fæti. Mér þykir líklegt að hægt sé að höfða til samvisku lánadrottnanna og daganna sem í hönd fara, til að særa út annaðhvort greiðslufrest eða nýjan yfirdrátt í því skyni að koma til aðstoðar bágstöddum í einhverju landi sem standa skör neðar en við á yfirdráttarvelmegunarmæli alþjóðasamfélagsins.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Þörf lesning, takk fyrir að benda á þetta. Fólk má sko alveg fara að stoppa og hugsa sinn gang.
Ásdís Sigurðardóttir, 17.12.2007 kl. 19:27
Sæl Ásdís. Það er mjög víða hörmungarástand í heiminum, ekki beinlínis peningaskortur heldur miklu frekar óstjórn og spilling. Nýlenduherrarnir hafa sannarlega átt rasskell skilinn fyrir viðskilnaðinn á sínum tíma.
Annars líka takk fyrir síðasta komment. Ert þetta nokkuð þú??
Þórbergur Torfason, 17.12.2007 kl. 19:46
Athyglisverð saga hjá Ínu,svo ekki sé nú meira sagt, brói minn!
Jóhann Jóhannsson, 19.12.2007 kl. 01:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.