20.1.2008 | 03:19
Stöndum saman allir sem einn.
Á þessum árstíma, kemur ekki á óvart þó gefin sé út tilkynning um að ófært sé um fjallvegi landsins. Í okkar strjálbýla,en þó fjölmenna landi, gerum við kröfu um að hægt sé að fara um, og þess vegna umhverfis landið okkar nokkuð óhindrað. Ófærð um Öxi og Breiðdalsheiði kemur okkur ekki mjög á óvart í dag enda yfir fjallvegi að fara. En hvað mundi það þýða ef farið væri undir en ekki yfir. Ég tel mig vita að tæknideildir samgöngumála horfi til framtíðar en ekki til baka eins og svo margir í okkar samfélagi.
Sjálfskipaðir vel greiddir snillingar í samgöngumálum eru búnir að ákveða að besta lausn til frambúðar sé að klífa hæstu tinda íslenskra fjalla, án tillits til þess hverjar afleiðingarnar eru og gefa dauðan og djöfulinn í alla aðra en þá sem hafa efni og ráðrúm á að aka um á 38' með drif á öllum.
Í okkar daglega amstri, er okkur sýnt fram á þá einföldu staðreynd, sem ég og að ég held við öll verðum að kyngja, að vaxandi ferðamannastraumur þýðir einfaldlega betri samgöngur, burtséð frá því hvort íbúar Djúpavogs komast í Bónus á Egilsstöðum á þriðjudögum eða föstudögum.
Því miður er til í dæminu að íbúar á þessu svæði, slái því fram að algert lykilatriði sé að paufast "yfir" Öxi í staðinn fyrir að grafa sig einfaldlega undir hana. Þetta sjónarmið er hreinlega til algerrar skammar og ekki til þess fallið að styrkja samstöðu landsbyggðarinnar. Í dag eru mjög sterkar líkur fyrir því að Sundabraut verði lögð undir sjávarmáli enda ekki hægt að líta fram hjá því, hvað jarðgangagerð er orðin tæknilega, fjárhagslega, umhverfislega og þægilega, mikið betri kostur en var fyrir bara nokkrum mánuðum.
Upphefjum okkar samgöngusöng, syngjum saman Austfirðingar allir sem einn.
Lárétta vegi til allra átta ekki fjallvegi.
Ófært um Öxi og Breiðdalsheiði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já já gröfum þetta allt saman sundur og saman og inn og út. Látum svo komandi kynslóðir vakna upp við það einn morguninn þegar landið fellur saman eins og spilaborg... smá spaug er samt sammála þér . Ég bý í Vestmannaeyjum en er austfirðingur og vildi alveg geta komist þangað *the easy way* kveðjaúr Vestmannaeyjum INGA
Inga (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 08:00
Bíða bara meðan snjórinn bráðnar, það er nú aldrei ófært lengi í einu og við búum jú á Íslandi.
Ásdís Sigurðardóttir, 20.1.2008 kl. 21:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.