Nú kastar tólfunum, ekki postulunum þó!

Ekki er óalgengt að maður spyrji mann, hvernig fannst þér spaugstofan, þegar það hittist á sunnudögum. Ég orða þetta svona á jafnréttisgrundvelli. Sjálfur var ég að horfa á endursýningu áðan og í framhaldinu á Kastljós kvöldsins endursýnt. Hlustandi á Ólínu Þorvarðardóttur, datt mér fyrst í hug, viðbrögð leikhússtjóra Borgarleikhússins við dómi Jóns Viðars þar sem hann líkti einhverri sýningunni við jarðaför eða eitthvað álíka og gerði hann að arflausann. Jú samlíkingin á fullan rétt á sér Ólína sagði reyndar ekki að fyrir dyrum stæði jarðaför nýja borgarstjórans eða meirihlutans en hún byrjaði á að nálgast gagnrýnina á spaugstofuna á þeim nótum.

Ég nenni hreint ekki að lesa allt þetta endalausa pex sem virðist komið á mbl.is um þennan þátt en af fyrirsögnum að dæma, virðist fólk gleyma því hver ráðinn er í að leika aðalhlutverk nýjasta pólitíska farsa Íslandssögunnar. Nú ætla ég að taka mér það bessaleyfi og gerast gagnrýnandi og mér er skítsama þótt ég þurfi að kaupa minn aðgöngumiða að mbl.is á eftir.

Leikarinn sem lék aðalhlutverkið þ.e. Ólaf F Magnússon í Spaugstofunni, stóðsig alveg frábærlega eins og reyndar allir leikararnir Bingi, Villi, og hinir allir.

Pólitíkusar á Íslandi sem eru hörundsárir og þola illa svona meðferð, verða að gera sér grein fyrir því að um leið og þeir reyna að gera sig gildandi í þjóðfélaginu, gefa þeir út skotleyfi á sig bæði gagnvart fréttamönnum og spaugurum. Purkunarlaus tvöfeldni Ólafs F og ótrúleg "hérna" framkoma "hérna" Villa "hérna" viðutan "hérna" svo og ólýsanlegur fýlusvipur litlu krakkanna í biðröðinni eftir borgarstjórastólnum hjá íhaldinu eru einhver leiðinlegasta jarðaför sem ég hef orðið vitni að. Venjulega eru jarðafarir þrungnar sorg og miklum samhug nærstaddra en þessi var þrungin ólýsanlegum leiðindum og tvöfeldni sem einkenndist helst af fáráðsganginum kringum Ólaf F og sem spaugstofan speglaði fullkomlega nema hún breytti atvikinu úr leiðindum í skemmtun, ómælda skemmtun.

Takk fyrir skemmtunina SPAUGSTOFAN.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er sammála þér ekki spurning en nenni ekki í þref við þá sem eru reiðir út af þessu hér á blogginu, kýs að gleyma þessu og bíð spennt eftir næsta þætti og framhaldi. 

Ásdís Sigurðardóttir, 29.1.2008 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband