3.9.2008 | 13:05
Sjúkdómar!
Ýmsir kvillar eru á kreiki í umhverfinu. Ekki kann ég að sjúkdómagreina fyrrverandi borgarstjóra en greinilega hrjáir hann eitthvað í líkingu við valdasýki. Gott væri að fá orð yfir það hjá heilbrigðisyfirvöldum. Hvaða sjúkdómur nær yfir, bæði valdagræðgi, ofsóknarbrjálæði, minnimáttarkennd og fjölmiðlagræðgi. Maðurinn lætur teyma sig í útvarp og sjónvarp sí og æ og lætur hringsnúast inn og út með öll málefni sem einhverntíman hafa dúkkað upp á borð borgarstjórnar á þessari öld.
Annað viðkomandi borgarstjórn er flugvallarmálið. Hvenær varð Reykjavíkurflugvöllur eign borgarfulltrúanna í Reykjavík. Geta þessir grínleikarar ekki skilið það að þeim kemur Reykjavíkurflugvöllur andskotann ekkert við. Það erum við landsbyggðafólk sem notum þennan flugvöll en ekki borgarfulltrúar í Reykjavík eða borgarbúa yfirleitt. Látið þennan flugvöll í friði og hættið að eyða tíma í þetta stagl, bæði Ólafur Friðlausi og aðrir borgarfulltrúar.
Alvarlegasta kaun sem íslensk þjóð stendur frammi fyrir í dag er þjónkun yfirvalda við eldsneytissalana. Þar er rænt og ruplað úr vösum fólks og fyrirtækja athugasemdalaust. Á virkilega ekki að koma höndum réttvísinnar yfir þetta helv. glæpahyski. Ég bara spyr vegna þess að mér blöskrar svo gersamlega verðlagið og aðgerðarleysið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.