5.9.2008 | 10:44
Bólgur; orsakir og afleiðingar.
Leiðinlegir kvillar þessar bólgur. Þær virðast geta komið af minnsta tilefni, birst hvar sem er og haft langvinnar afleiðingar.
Sú versta bólga sem nú kvelur, ekki bara mig heldur "alla" landsmenn er helvítis verðbólgan. Leitum orsakanna. Af hverju stafar þessi verðbólga? Það held ég sé augljóst mál. Lítum á hvers hagur það er að viðhalda henni. Í fljótu bragði er ékki hægt að sjá að neinn hafi hag af henni nema bankarnir sem innheimta verðbætur af skuldugum viðskiptavinum. Skyldi það nú vera að verðbólgunni sé haldið við af þeim sem véla með peninga, þeim sem innheimta verðbætur? Er það virkilega þannig, að í staðinn fyrir ofsagróðann sem átti að ná með útrás bankanna en mistókst hrapalega, sé reynt að rétta af kúrsinn með því að viðhalda verðbólgu innanlands til að kroppa eitthvað upp í vonbrigði með misheppnaðar fjárfestingar í útlöndum eins og td. knattspyrnulið sem ekki pluma sig að ég tali nú ekki um gylliboð sem útrásarvíkingarnir eru að bjóða í útibúum sínum erlendis til að lokka að viðskiptavini. Þau gylliboð ku jafnast á við þau bestu sem boðin er í rauða hverfinu í elstu starfsgrein kvenna í heimi hér.
Það skyldi þó aldrei vera að verðbólgan sé bara manngerð með vitund og vilja hluthafa í hálfhrundum, einkavinavæddum fjármálastofnunum hér innanlands. Það er allavega alveg ljóst að utanaðkomandi aðstæður eiga lítinn sem engan þátt í þessum hamförum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sannarlega eru flest vandamál þessarar þjóðar manngerð. Annaðhvort að yfirveguðu ráði og þá til ábata réttu fólki og fyritækjum, ellegar manngerð vegna heimsku þeirra sem vinna við vegalagninguna.
Árni Gunnarsson, 6.9.2008 kl. 23:55
hvar er ég stödd í þessu lífi
Þóra Sigurðardóttir, 7.9.2008 kl. 00:42
Verðtryggingin er vandamálið. Þá gætu stýrivextirnir farið að virka á verðbólguna.
Einu aðilarnir sem græða á verðtryggingu eru bankarnir. Burt með verðtrygginguna, burt með bólguna.
Sigurpáll Ingibergsson, 7.9.2008 kl. 22:23
Það gengur nátturuleg erfiðlega að stjórna þjóðarskútuni þegar skipstjórinn er ekki í þjóðarskútunni.Heldur í nótarbát sem er dreginn af þjóðarskútunni.
Þetta fanst mér þegar ég sá seðlabankastjóranna rökræða óbreitt vakstastig bankanns og seigj rikisstjórninni til
Ólafur Þór Guðjónsson, 13.9.2008 kl. 18:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.